Erlent

Danskur gull­hringur sagður hafa verið í eigu konung­borinna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kirstine Pommergaard segir konungbornar fjölskyldur á norðurlöndum gjarnan hafa borið gimsteina með steinum líkt og hringurinn sem hér um ræðir.
Kirstine Pommergaard segir konungbornar fjölskyldur á norðurlöndum gjarnan hafa borið gimsteina með steinum líkt og hringurinn sem hér um ræðir. Danska þjóðminjasafnið

Danskir fornleifafræðingar hafa fundið danskan gullhring á suðurhluta Jótlands sem talinn er vera frá fimmtu til sjöttu öld. Hann er talinn hafa verið í eigu konungborinnar fjölskyldu sem er þá talin hafa ráðið lögum og lofum á svæðinu á þessum tíma.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Kirstine Pommergaard, fornleifafræðingi hjá danska þjóðminjasafninu að hringurinn sé fyrsta merkið um að slík fjölskylda hafi verið til á þessum tíma, við bæinn Emmerlev. Hringurinn er talinn vera smíðaður af Meróving konungsfjölskyldunni sem stýrði einu konungsveldi Franka á þessum tíma.

Kristine segir hringinn vera merki um að hin konungsborna fjölskylda í Emmerlev hafi verið í bandalagi með Meróving ættarveldinu. Frankarnir hafi verið þekktir fyrir að bjóða fram ættingja sína í hjónaband og búa þannig til bandalög um víða Evrópu.

Hún bendir á að Emmerlev svæðið á suður Jótlandi sé vel staðsett og með góðan aðgang að sjó. Líklega hafi mikil og blómleg viðskipti því farið fram á svæðinu.

Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Danir hafi undanfarin ár fundið merkilega forngripi á svæðinu. Áður hafi gyllt horn fundist í tíu kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem hringurinn fannst, en þau eru talin vera frá fjórðu öld. 

Handbragðið er sagt gefa það til kynna að Frankar hafi smíðað hringinn.Danska þjóðminjasafnið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×