Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 17:05 Úkraínskir hermenn að störfum í Dónetsk-héraði. AP/ROman Chop Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Umfangsmiklar loftárásir eru sagðar hafa spilað rullu í þeirri ákvörðun Úkraínumanna að hörfa frá rústum borgarinnar og mynda nýjar varnarlínur vestur af henni. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja útlit fyrir að Rússar hafi náð að tryggja sér staðbundna yfirburði í háloftunum yfir Avdívka. Þá yfirburði hafi þeir notað til að styðja framsókn rússneskra hermanna, meðal annars með umfangsmikilli notkun svokallaðra svifsprengja. Rússar eiga mikið af gömlum sprengjum sem geta verið mjög stórar. Þeir hafa bætt vængjum við þær og staðsetningarbúnaði og er þeim varpað af flugvélum úr mikilli hæð. Þaðan geta sprengjurnar svifið allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka. Sjá einnig: Avdívka alfarið í höndum Rússa Rússneskir herbloggarar hafa margir vísað til þessara sprengjuárása sem helstu ástæðu þess að Rússum hafi loks tekist að stökkva Úkraínumönnum á flótta, eftir umfangsmiklar árásir frá því í október. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/kS2tN2ld36— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 17, 2024 Úkraínumenn glíma við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið en þá skortir einnig flugskeyti í loftvarnarkerfi. Þennan skort má að miklu leyti rekja til pólitískra deilna í Bandaríkjunum en þaðan hefur engin hernaðaraðstoð verið send til Úkraínu um mánaða skeið. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Þessi flugskeytaskortur hefur mögulega komið niður á vörnum Úkraínumanna yfir Avdívka og leitt til yfirráða Rússa. Úkraínumenn segjast þó hafa skotið niður þrjár herþotur nærri Avdívka á undanförnum dögum. Rússar hafa sagt þessar fregnir rangar en myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum gefa til kynna að minnst tvær herþotur hafi verið skotnar niður. Over the past 24 hours, Ukraine has successfully downed four Russian planes conducting guided bomb raids. Video shows a fighter jet crashing in the village of Diakove in occupied Luhansk region. Notably, the women discussing potential wreckage sites are all speaking Ukrainian pic.twitter.com/fYubNIGO5h— Maria Avdeeva (@maria_avdv) February 18, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Úkraínumenn að hörfa frá Avdívka Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum. 16. febrúar 2024 14:19 „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Umfangsmiklar loftárásir eru sagðar hafa spilað rullu í þeirri ákvörðun Úkraínumanna að hörfa frá rústum borgarinnar og mynda nýjar varnarlínur vestur af henni. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja útlit fyrir að Rússar hafi náð að tryggja sér staðbundna yfirburði í háloftunum yfir Avdívka. Þá yfirburði hafi þeir notað til að styðja framsókn rússneskra hermanna, meðal annars með umfangsmikilli notkun svokallaðra svifsprengja. Rússar eiga mikið af gömlum sprengjum sem geta verið mjög stórar. Þeir hafa bætt vængjum við þær og staðsetningarbúnaði og er þeim varpað af flugvélum úr mikilli hæð. Þaðan geta sprengjurnar svifið allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka. Sjá einnig: Avdívka alfarið í höndum Rússa Rússneskir herbloggarar hafa margir vísað til þessara sprengjuárása sem helstu ástæðu þess að Rússum hafi loks tekist að stökkva Úkraínumönnum á flótta, eftir umfangsmiklar árásir frá því í október. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/kS2tN2ld36— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 17, 2024 Úkraínumenn glíma við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið en þá skortir einnig flugskeyti í loftvarnarkerfi. Þennan skort má að miklu leyti rekja til pólitískra deilna í Bandaríkjunum en þaðan hefur engin hernaðaraðstoð verið send til Úkraínu um mánaða skeið. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Þessi flugskeytaskortur hefur mögulega komið niður á vörnum Úkraínumanna yfir Avdívka og leitt til yfirráða Rússa. Úkraínumenn segjast þó hafa skotið niður þrjár herþotur nærri Avdívka á undanförnum dögum. Rússar hafa sagt þessar fregnir rangar en myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum gefa til kynna að minnst tvær herþotur hafi verið skotnar niður. Over the past 24 hours, Ukraine has successfully downed four Russian planes conducting guided bomb raids. Video shows a fighter jet crashing in the village of Diakove in occupied Luhansk region. Notably, the women discussing potential wreckage sites are all speaking Ukrainian pic.twitter.com/fYubNIGO5h— Maria Avdeeva (@maria_avdv) February 18, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Úkraínumenn að hörfa frá Avdívka Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum. 16. febrúar 2024 14:19 „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40
Úkraínumenn að hörfa frá Avdívka Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum. 16. febrúar 2024 14:19
„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52