„Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 20:39 Páll Magnússon segir málaflokk hælisleitenda kominn í óefni. Vísir/Vilhelm Færsla Páls Magnússonar, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, þar sem hann fjallar um aðkomu umsækjenda að alþjóðlegri vernd að hnífstunguáras, hefur vakið athygli. Hann segir málið skýrt dæmi um það óefni sem málaflokkur hælisleitenda og landamæravarsla sé kominn í. Í gær var greint frá því að karlmaður væri í haldi lögreglu grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í íbúðarhúsnæði að Skógarvegi í Fossvogi. Tveir voru fluttir á sjúkahús en áverkar þeirra voru óverulegir. Páll Magnússon, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksing og útvarpsstjóri, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá því að annar árásarmannanna sé umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Palestínu og hafi áður verið vísað úr landi 12. október á síðasta ári í lögreglufylgd. Hann hafi snúið aftur hingað til lands daginn eftir að lögreglumennirnir komu heim, 13. október. Atburðarrásin sé dæmi um það „fullkomna stjórnleysi sem ríkir í þessum málaflokki á Íslandi - og grátlega vanhæfni stjórnvalda til að takast á við þetta.“ Pistil Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að báðir mennirnir séu palestínskir karlmenn, umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áreiðanlegar upplýsingar innan úr kerfinu Páll ræddi málið í samtali við Vísi. Spurður hvaðan hann hafi fyrrgreindar upplýsingar segir Páll: „Ég hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum innan þeirra stofnana sem um þetta mál fjalla. Ég er með mjög nákvæmar upplýsingar um þetta; dagsetningar, flugnúmer, nöfn á aðilum og annað. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu nema ég væri viss um að þetta væru áreiðanlegar upplýsingar,“ svarar Páll og bætir við að hann hafi ekki gengið sérstaklega á eftir þeim, heldur hafi fólk, sem ofbauð hvernig þessum málum væri fyrir komið, haft samband við hann að fyrra bragði. Í færslunni lýsir Páll því að hætta hafi verið talin stafa af manninum og því hafi þrír lögreglumenn fylgt honum, í stað tveggja, líkt og vaninn sé. „Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum mánuðum og gerði í raun ráð fyrir því að manninum hafi verið brottvísað á ný til Grikklands og farið úr landinu, líkt og niðurstaða yfirvalda kvað á um á sínum tíma. Svo var mér bent á það í gær að maðurinn væri enn hér á landinu og væri einn þeirra sem komu við sögu í þessum hnífabardaga í fyrradag,“ segir Páll. Ekki sama krafa hér á landi Málaflokkur hælisleitenda er kominn í óefni, segir Páll. Það sé ástæðan fyrir færslu hans nú. „Hér er maður, sem búinn er að fá efnismeðferð um umsókn sem pólitískur flóttamaður á Íslandi, sem tók marga mánuði, og fengið höfnun þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði. Að honum sé fylgt úr landi með endurkomubanni en komi hér tveimur dögum síðar og er hér enn. Það er þetta óefni sem ég er að lýsa og er ástæða þess að ég segi frá þessu. Skýringin á þessu getur ekki verið önnur en sú að við erum enn ekki farin að krefjast þess af erlendum flugfélögum, sem fljúga hingað, að þau skanni þau vegabréf sem hingað koma. Þú getur sem sagt komið hingað til lands, án þess að framvísa vegabréfi.“ „Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið hingað inn, af því við gerum ekki sömu kröfur til flugfélaga og aðrar þjóðir.“ Umræða án skotgrafa Páll ítrekar að þessi umræða snúi ekki að ástandinu á Gasa eða palestínska flóttamenn, eða hvernig tekið sé á móti þeim. „Þetta hefur bara með það að gera að landamæravarsla hér á Íslandi sé í einhverju lagi. Í einhverju samræmi við það hvernig aðrar þjóðir gera þetta. Hvernig við sjálf pössum upp á landamærin okkar, það verður hægt að ræða það án þess að menn fari í einhverjar allt aðrar skotgrafir út af einhverjum allt öðrum málum.“ Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í gær var greint frá því að karlmaður væri í haldi lögreglu grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í íbúðarhúsnæði að Skógarvegi í Fossvogi. Tveir voru fluttir á sjúkahús en áverkar þeirra voru óverulegir. Páll Magnússon, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksing og útvarpsstjóri, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá því að annar árásarmannanna sé umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Palestínu og hafi áður verið vísað úr landi 12. október á síðasta ári í lögreglufylgd. Hann hafi snúið aftur hingað til lands daginn eftir að lögreglumennirnir komu heim, 13. október. Atburðarrásin sé dæmi um það „fullkomna stjórnleysi sem ríkir í þessum málaflokki á Íslandi - og grátlega vanhæfni stjórnvalda til að takast á við þetta.“ Pistil Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að báðir mennirnir séu palestínskir karlmenn, umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áreiðanlegar upplýsingar innan úr kerfinu Páll ræddi málið í samtali við Vísi. Spurður hvaðan hann hafi fyrrgreindar upplýsingar segir Páll: „Ég hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum innan þeirra stofnana sem um þetta mál fjalla. Ég er með mjög nákvæmar upplýsingar um þetta; dagsetningar, flugnúmer, nöfn á aðilum og annað. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu nema ég væri viss um að þetta væru áreiðanlegar upplýsingar,“ svarar Páll og bætir við að hann hafi ekki gengið sérstaklega á eftir þeim, heldur hafi fólk, sem ofbauð hvernig þessum málum væri fyrir komið, haft samband við hann að fyrra bragði. Í færslunni lýsir Páll því að hætta hafi verið talin stafa af manninum og því hafi þrír lögreglumenn fylgt honum, í stað tveggja, líkt og vaninn sé. „Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum mánuðum og gerði í raun ráð fyrir því að manninum hafi verið brottvísað á ný til Grikklands og farið úr landinu, líkt og niðurstaða yfirvalda kvað á um á sínum tíma. Svo var mér bent á það í gær að maðurinn væri enn hér á landinu og væri einn þeirra sem komu við sögu í þessum hnífabardaga í fyrradag,“ segir Páll. Ekki sama krafa hér á landi Málaflokkur hælisleitenda er kominn í óefni, segir Páll. Það sé ástæðan fyrir færslu hans nú. „Hér er maður, sem búinn er að fá efnismeðferð um umsókn sem pólitískur flóttamaður á Íslandi, sem tók marga mánuði, og fengið höfnun þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði. Að honum sé fylgt úr landi með endurkomubanni en komi hér tveimur dögum síðar og er hér enn. Það er þetta óefni sem ég er að lýsa og er ástæða þess að ég segi frá þessu. Skýringin á þessu getur ekki verið önnur en sú að við erum enn ekki farin að krefjast þess af erlendum flugfélögum, sem fljúga hingað, að þau skanni þau vegabréf sem hingað koma. Þú getur sem sagt komið hingað til lands, án þess að framvísa vegabréfi.“ „Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið hingað inn, af því við gerum ekki sömu kröfur til flugfélaga og aðrar þjóðir.“ Umræða án skotgrafa Páll ítrekar að þessi umræða snúi ekki að ástandinu á Gasa eða palestínska flóttamenn, eða hvernig tekið sé á móti þeim. „Þetta hefur bara með það að gera að landamæravarsla hér á Íslandi sé í einhverju lagi. Í einhverju samræmi við það hvernig aðrar þjóðir gera þetta. Hvernig við sjálf pössum upp á landamærin okkar, það verður hægt að ræða það án þess að menn fari í einhverjar allt aðrar skotgrafir út af einhverjum allt öðrum málum.“
Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26