Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 13:18 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldur fúlgur fjár vegna dómsmála. AP/Rebecca Blackwell Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. Trump var í gær sektaður um 355 milljónir dali vegna fjársvika og honum meinað að stjórna fyrirtæki sínu í New York næstu þrjú árin. Hann hafði áður verið sakfelldur í málinu fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Trump var í lok janúar gert að greiða E. Jean Carroll, 83,3 milljónir dala fyrir ærumeiðingar og var það í kjölfar þess að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Trump ætti að greiða Carroll fimm milljónir, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Meira en hundrað ár eru síðan afi Trumps keypti fyrstu landareignina sína í New York. Síðan þá hefur fjölskyldan rekið fasteignafyrirtæki í borginni. Takist áfrýjun Trumps ekki gæti það breyst. Í frétt Washington Post segir að svo virðist sem enginn sé við stjórn fyrirtækisins um þessar mundir. Það hefur ekki forstjóra eða framkvæmdastjóra og engan fjármálastjóra. Fyrirtækið mun á næstu árum starfa undir eftirliti óháðra aðila sem skipaðir verða af dómstólnum og eiga að tryggja að farið verði að lögum innan veggja Trump Organization. Sérfræðingar segja í samtali við blaðamenn WP að útlit sé fyrir að sektirnar og takmarkanirnar sem settar hafa verið á fyrirtækið muni gera rekstur þess erfiðan. Trump gæti mögulega þurft að selja fasteignir eða aðrar eignir. 75 milljarðar króna Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar skuldar Trump um það bil 542 milljónir dali, séu vextir reiknaðir með. Það samsvarar um 75 milljörðum króna. en til viðbótar skuldar Trump 110 þúsund dali fyrir að verða ekki við stefnu og fimmtán þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarbindindi sem dómari setti á hann. Hann skuldar þar að auki tæpa milljón dala í sekt gegn honum og lögmanni hans, sem dómari sagði honum að greiða vegna lögsóknar gegn Hillary Clinton. Dómarinn kallaði þá lögsókn galgopalega og sektaði Trump. Þeim úrskurði hefur Trump áfrýjað. Samkvæmt Bloomberg er Trump metinn á 3,1 milljarða dala og er hann sagður eiga um sex hundruð milljónir sem hann geti notað í fljótu bragði. Hann gæti þurft að selja eigur sínar. Trump hefur einnig heitið því að áfrýja stóru málunum tveimur og gæti það ferli tekið marga mánuði eða mögulega nokkur ár. Eins og fram kemur í grein AP er ekki óalgengt að svo háar sektir eins og Trump hefur verið beittur, séu lækkaðar í áfrýjunarferlum. Trump hefur þegar sett fimm milljónir dala vegna greiðslu til E. Jean Carroll á reikning sem dómstóll stjórnar, auk hálfrar milljónar í vexti. Hún mun ekki fá aðgang að þeim peningum fyrr en áfrýjunarferlinu líkur. Hann mun líklega þurfa að gera það sama með 83,3 milljónirnar á næstunni. Varðandi stóru sektina nýlegu hefur ekki verið ákveðið hvernig Trump á að greiða sektina og hve stóran hluta af henni hann þarf að greiða á meðan að áfrýjunarferlið klárast. Hann gæti mögulega þurft að borga alla upphæðina, 355 milljónir dala auk vaxta, strax í sumar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Trump var í gær sektaður um 355 milljónir dali vegna fjársvika og honum meinað að stjórna fyrirtæki sínu í New York næstu þrjú árin. Hann hafði áður verið sakfelldur í málinu fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Trump var í lok janúar gert að greiða E. Jean Carroll, 83,3 milljónir dala fyrir ærumeiðingar og var það í kjölfar þess að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Trump ætti að greiða Carroll fimm milljónir, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Meira en hundrað ár eru síðan afi Trumps keypti fyrstu landareignina sína í New York. Síðan þá hefur fjölskyldan rekið fasteignafyrirtæki í borginni. Takist áfrýjun Trumps ekki gæti það breyst. Í frétt Washington Post segir að svo virðist sem enginn sé við stjórn fyrirtækisins um þessar mundir. Það hefur ekki forstjóra eða framkvæmdastjóra og engan fjármálastjóra. Fyrirtækið mun á næstu árum starfa undir eftirliti óháðra aðila sem skipaðir verða af dómstólnum og eiga að tryggja að farið verði að lögum innan veggja Trump Organization. Sérfræðingar segja í samtali við blaðamenn WP að útlit sé fyrir að sektirnar og takmarkanirnar sem settar hafa verið á fyrirtækið muni gera rekstur þess erfiðan. Trump gæti mögulega þurft að selja fasteignir eða aðrar eignir. 75 milljarðar króna Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar skuldar Trump um það bil 542 milljónir dali, séu vextir reiknaðir með. Það samsvarar um 75 milljörðum króna. en til viðbótar skuldar Trump 110 þúsund dali fyrir að verða ekki við stefnu og fimmtán þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarbindindi sem dómari setti á hann. Hann skuldar þar að auki tæpa milljón dala í sekt gegn honum og lögmanni hans, sem dómari sagði honum að greiða vegna lögsóknar gegn Hillary Clinton. Dómarinn kallaði þá lögsókn galgopalega og sektaði Trump. Þeim úrskurði hefur Trump áfrýjað. Samkvæmt Bloomberg er Trump metinn á 3,1 milljarða dala og er hann sagður eiga um sex hundruð milljónir sem hann geti notað í fljótu bragði. Hann gæti þurft að selja eigur sínar. Trump hefur einnig heitið því að áfrýja stóru málunum tveimur og gæti það ferli tekið marga mánuði eða mögulega nokkur ár. Eins og fram kemur í grein AP er ekki óalgengt að svo háar sektir eins og Trump hefur verið beittur, séu lækkaðar í áfrýjunarferlum. Trump hefur þegar sett fimm milljónir dala vegna greiðslu til E. Jean Carroll á reikning sem dómstóll stjórnar, auk hálfrar milljónar í vexti. Hún mun ekki fá aðgang að þeim peningum fyrr en áfrýjunarferlinu líkur. Hann mun líklega þurfa að gera það sama með 83,3 milljónirnar á næstunni. Varðandi stóru sektina nýlegu hefur ekki verið ákveðið hvernig Trump á að greiða sektina og hve stóran hluta af henni hann þarf að greiða á meðan að áfrýjunarferlið klárast. Hann gæti mögulega þurft að borga alla upphæðina, 355 milljónir dala auk vaxta, strax í sumar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46
Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36
Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent