Formaður Lögmannafélagsins segir það grafalvarlegt að lögmaður hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu úrskurðanefndar með því að veita henni villandi upplýsingar. Hann kannast ekki við að annað slíkt hafi gerst á síðustu árum.
Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða um Alexei Navalní voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Að minnsta kosti hundrað manns voru handtekin fyrir mótmæli í Rússlandi í gær.
Þá verður rætt við heilbrigðisráðherra sem segir niðurstöður könnunar meðal ljósmæðra alvarlegar auk þess sem við heyrum í íbúum í Mýrdalshreppi sem fagna ákveðnum veðlaunum.