Handbolti

FH-ingar í góðum málum fyrir seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson skoraði fimm mörk fyrir FH í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson skoraði fimm mörk fyrir FH í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

FH vann sterkan fimm marka sigur er liðið mætti slóvakíska liðinu Presov í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í kvöld, 35-30.

FH-ingar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og liðið náði fjögurra marka forskoti í stöðunni 10-6. Hafnfirðingar héldu því forskoti út hálfleikinn og voru 15-12 yfir þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Áfram héldu FH-ingar þriggja til fimm marka forskoti í síðari hálfleik, en í stöðunni 25-21 fór að halla undan færi. Presov skoraði þá fjögur mörk í röð og jafnaði metin áður en liðið náði forystunni í stöðunni 26-27. 

FH-ingar vöknuðu þó til lífsins á ný og náðu aftur góðu taki á leiknum. Í þetta sinn slepptu FH-ingar ekki takinu og unnu að lokum fimm marka sigur, 35-30.

Jakob Mart­in Ásgeirs­son og Ein­ar Bragi Aðal­steins­son voru markahæstir í liði FH með sex mörk hvor. Ásbjörn Friðriks­son bætti við fimm mörk­um. FH-ingar fara því með fimm marka forskot í seinni leikinn sem fram fer á morgun. Leikur morgundagsins fer einnig fram á heimavelli Presov, en leikur kvöldsins var skráður sem heimaleikur FH-inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×