Lífið

Dýrasta fast­eign Banda­ríkjanna til sölu

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkur stór hús eru á jarðareigninni enda var hún hönnuð til að rúma stóra fjölskyldu og snekkjur þeirra.
Nokkur stór hús eru á jarðareigninni enda var hún hönnuð til að rúma stóra fjölskyldu og snekkjur þeirra.

Dýrasta fasteign sögunnar í Bandaríkjunum er nú til sölu. Hægt er að öðlast stærðarinnar hús við ströndina í Naples í Flórída fyrir einungis þrjú hundruð milljónir dala, tæpar.

295 milljónir dala, samsvara tæplega 41 milljarði króna. Fasteignin er tæknilega séð ekki sú dýrasta í Bandaríkjunum enn en metið var sett árið 2019 þegar þakíbúð á Manhattan í New York var keypt fyrir 240 milljónir dala.

Fasteignin í Naples þarf að seljast töluvert undir virði til að hún nái ekki toppsætinu.

Í grein Wall Street Journal segir að auðjöfurinn John Donahue hafi flogið yfir Naples á níunda áratug síðasta aldar þegar hann sá skaga sem ekkert hafði verið byggt á. Hann mun hafa sagt eiginkonu sinni að hann vildi fara þangað.

Árið 1985 borgaði hann milljón dala fyrir lítinn hluta skagans jörðina og stækkaði hann við sig yfir næsta áratuginn. Í gegnum árin byggði hann og fjölskylda hans stærðarinnar hús og gistiskála fyrir hjónin og afkomendur þeirra. Barnabarnabörn þeirra eru nú orðin fleiri en 175.

Donahue-hjónin eru nú látin og hafa börn þeirra ákveðið að selja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.