Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. febrúar 2024 21:59 Eldurinn varð á tímabili gríðarleg mikill enda töluverður eldsmatur inni í húsnæðinu. Þar að auki var mikill reykur sem gerði slökkviliðsmönnumm erfitt fyrir. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54