Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. febrúar 2024 21:59 Eldurinn varð á tímabili gríðarleg mikill enda töluverður eldsmatur inni í húsnæðinu. Þar að auki var mikill reykur sem gerði slökkviliðsmönnumm erfitt fyrir. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54