Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Þar segir að einungis lítið magn af efnum hafi lekið en ekki er tekið fram hvaða efni láku eða hjá hvaða fyrirtæki.
„Slökkvilið og lögregla eru við störf á vettvangi og óskum við þess að vegfarendur sýni því tillitssemi og virði lokanir,“ segir í tilkynningunni.