Ísey Skyr Bar og Nesti opna í Krónunni Granda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:42 Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, forstöðumaður markaðs- og þjónustusviðs N1. Tveir veitingastaðir, Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt, hafa verið opnaðir innan Krónunnar á Granda. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að stöðunum sé ætlað að þjóna þeim hópi viðskiptavina sem kýs að grípa með sér hollan og góðan tilbúinn mat. Um sé að ræða fyrstu útibú veitingastaðanna í eigu N1 sem opna fyrir utan þjónustustöðvar fyrirtækisins. Ísey býður upp á ferska og holla safa og skálar þar sem íslenska skyrið er í aðalhlutverki og á matseðli Nesti ferskt og fljótt eru djúsar, samlokur, kaffi og salöt. Í verslun Krónunnar á Granda er nú þegar í boði fjölbreytt flóra minni veitingastaða þar sem viðskiptavinum býðst að grípa með sér fljótlega og tilbúna rétti. Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að staðirnir tveir rími vel við sýn Krónunnar. Öðrum veitingastöðum í Krónunni hafi verið vel tekið. „Hugmyndafræðin á bakvið „búð í búð“ innan okkar stærstu verslana hefur verið afar vel tekið af okkar viðskiptavinum, en hingað til hefur úrvalið á þeim stöðum einna helst miðast við viðskiptavini sem gera matarinnkaupin seinnipart dags. Um 20% viðskiptavina Krónunnar kjósa að versla í matinn fyrir hádegi utan álagstoppa seinnipartinn og með tilkomu Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt getur þessi hópur því gætt sér á hollum morgunverði eða millimáli í einni og sömu innkaupaferðinni,“ segir Guðrún. Ný ásýnd Nestis Þá er haft eftir Silju Mist Sigurkarlsdóttur, forstöðumanni markaðs- og þjónustusviðs N1, að spennandi sé að kynna nýja ásýnd Nestis. Farið hafi verið í gegnum gagngera endurmörkun með áherslu á hollan mat fyrir fólk á ferðinni. „Við erum að innleiða nýja sýn þar sem komið er betur til móts við þarfir viðskiptavina og á sama tíma gefið þeim kost á ferskum og góðum valkostum í dagsins amstri. Þetta er því fyrsta skrefið í þeirri vegferð en við munum í framhaldinu bjóða upp á Nesti ferskt og fljótt á okkar þjónustustöðvum. Við erum spennt að sjá hvernig viðskiptavinir Krónunnar á Granda taka á móti stöðunum okkar,“ segir Silja. Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Þar segir að stöðunum sé ætlað að þjóna þeim hópi viðskiptavina sem kýs að grípa með sér hollan og góðan tilbúinn mat. Um sé að ræða fyrstu útibú veitingastaðanna í eigu N1 sem opna fyrir utan þjónustustöðvar fyrirtækisins. Ísey býður upp á ferska og holla safa og skálar þar sem íslenska skyrið er í aðalhlutverki og á matseðli Nesti ferskt og fljótt eru djúsar, samlokur, kaffi og salöt. Í verslun Krónunnar á Granda er nú þegar í boði fjölbreytt flóra minni veitingastaða þar sem viðskiptavinum býðst að grípa með sér fljótlega og tilbúna rétti. Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að staðirnir tveir rími vel við sýn Krónunnar. Öðrum veitingastöðum í Krónunni hafi verið vel tekið. „Hugmyndafræðin á bakvið „búð í búð“ innan okkar stærstu verslana hefur verið afar vel tekið af okkar viðskiptavinum, en hingað til hefur úrvalið á þeim stöðum einna helst miðast við viðskiptavini sem gera matarinnkaupin seinnipart dags. Um 20% viðskiptavina Krónunnar kjósa að versla í matinn fyrir hádegi utan álagstoppa seinnipartinn og með tilkomu Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt getur þessi hópur því gætt sér á hollum morgunverði eða millimáli í einni og sömu innkaupaferðinni,“ segir Guðrún. Ný ásýnd Nestis Þá er haft eftir Silju Mist Sigurkarlsdóttur, forstöðumanni markaðs- og þjónustusviðs N1, að spennandi sé að kynna nýja ásýnd Nestis. Farið hafi verið í gegnum gagngera endurmörkun með áherslu á hollan mat fyrir fólk á ferðinni. „Við erum að innleiða nýja sýn þar sem komið er betur til móts við þarfir viðskiptavina og á sama tíma gefið þeim kost á ferskum og góðum valkostum í dagsins amstri. Þetta er því fyrsta skrefið í þeirri vegferð en við munum í framhaldinu bjóða upp á Nesti ferskt og fljótt á okkar þjónustustöðvum. Við erum spennt að sjá hvernig viðskiptavinir Krónunnar á Granda taka á móti stöðunum okkar,“ segir Silja.
Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira