Óþarfa sóun úr sameiginlegum sjóðum? Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í grein Söru Lindar, forstjóra Ríkiskaupa, en þar segir: „Árið 2023 keypti ríkið vörur, þjónustu og framkvæmdir fyrir ríma 260 milljarða og greiddi um 27 milljarða í leigu á húsnæði. Það er því eftir miklu að slægjast við að taka stjórn á þessum fjármunum og ráðstafa þeim með eins skynsamlegum hætti og frekast er unnt. Það er ekki einungis sjálfsögð krafa að farið sé vel með skattfé heldur getur aukið aðhald á þessu sviði skilað gríðarlegum fjármunum til samfélagsins, fjármunum sem nýta má þá til áframhaldandi styrkingar og uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum þess samfélags sem við viljum búa í.“ Þarna má segja að forstjórinn hafi hitt naglann á höfuðið eins og sagt er. Það er öllum, að minnsta kosti okkur flestum, augljóst að þarna sé svigrúm til að fara betur með okkar sameiginlegu sjóði og hef ég meðal annars lagt fram þingsályktun hvað þetta varðar sem myndi lækka þennan árlega kostnað umtalsvert. Hugmyndafræði klasasamstarfs getur nýst Umrædda þingsályktunartillögu hef ég lagt fram síðastliðin þrjú þing, en hún fjallar um það hvernig nýta megi hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana og stuðla þannig að hagræðingu. Þar erum við að tala um uppbyggingu opinbers klasa sem myndi tryggja hagræðingu í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Því til viðbótar getur opinbert klasasamstarf má nefna aukna framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar öllum til heilla. Hér má sjá fyrir sér 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Þetta er ekki meitlað í stein, en með slíkri útfærslu mætti þó ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar yrðu. Þar má nefna alveg sérstaklega sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og svo framvegis. Lægstbjóðendur verða undir af óljósum ástæðum Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir sé ekki alltaf samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta þingi þar sem meðal annars var óskað eftir yfirlit yfir það hversu oft á síðustu tíu árum ríkið hafi gert samninga við aðra en lægstbjóðendur sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafi ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafi lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, fyrir því kunna að vera málefnalegar ástæður en röksemdirnar eru við fyrstu sýn ansi þunnar þegar við berum saman við meðferð á opinberu fé. Svarið var því tilefni síðari fyrirspurnar minnar um hið sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarið og í ljósi þess sem ég hef hér farið yfir þá tel ég fullt tilefni til þess að endurvekja hana og fá það upp á yfirborðið hvað það eru sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamning við aðila sem buðu hærra verð. Fyrirspurnar læt ég fylgja hér með: Fyrri fyrirspurn Seinni fyrirspurn Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í grein Söru Lindar, forstjóra Ríkiskaupa, en þar segir: „Árið 2023 keypti ríkið vörur, þjónustu og framkvæmdir fyrir ríma 260 milljarða og greiddi um 27 milljarða í leigu á húsnæði. Það er því eftir miklu að slægjast við að taka stjórn á þessum fjármunum og ráðstafa þeim með eins skynsamlegum hætti og frekast er unnt. Það er ekki einungis sjálfsögð krafa að farið sé vel með skattfé heldur getur aukið aðhald á þessu sviði skilað gríðarlegum fjármunum til samfélagsins, fjármunum sem nýta má þá til áframhaldandi styrkingar og uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum þess samfélags sem við viljum búa í.“ Þarna má segja að forstjórinn hafi hitt naglann á höfuðið eins og sagt er. Það er öllum, að minnsta kosti okkur flestum, augljóst að þarna sé svigrúm til að fara betur með okkar sameiginlegu sjóði og hef ég meðal annars lagt fram þingsályktun hvað þetta varðar sem myndi lækka þennan árlega kostnað umtalsvert. Hugmyndafræði klasasamstarfs getur nýst Umrædda þingsályktunartillögu hef ég lagt fram síðastliðin þrjú þing, en hún fjallar um það hvernig nýta megi hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana og stuðla þannig að hagræðingu. Þar erum við að tala um uppbyggingu opinbers klasa sem myndi tryggja hagræðingu í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Því til viðbótar getur opinbert klasasamstarf má nefna aukna framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar öllum til heilla. Hér má sjá fyrir sér 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Þetta er ekki meitlað í stein, en með slíkri útfærslu mætti þó ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar yrðu. Þar má nefna alveg sérstaklega sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og svo framvegis. Lægstbjóðendur verða undir af óljósum ástæðum Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir sé ekki alltaf samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta þingi þar sem meðal annars var óskað eftir yfirlit yfir það hversu oft á síðustu tíu árum ríkið hafi gert samninga við aðra en lægstbjóðendur sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafi ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafi lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, fyrir því kunna að vera málefnalegar ástæður en röksemdirnar eru við fyrstu sýn ansi þunnar þegar við berum saman við meðferð á opinberu fé. Svarið var því tilefni síðari fyrirspurnar minnar um hið sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarið og í ljósi þess sem ég hef hér farið yfir þá tel ég fullt tilefni til þess að endurvekja hana og fá það upp á yfirborðið hvað það eru sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamning við aðila sem buðu hærra verð. Fyrirspurnar læt ég fylgja hér með: Fyrri fyrirspurn Seinni fyrirspurn Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun