267 sigurvegarar Valgerður Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2024 10:31 Um síðustu helgi ætlaði þakið hreinlega að rifna af Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þar fór fram meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára. Börn af öllu landinu voru þar samankominn og gleðin réð svo sannarlega ríkjum. Það er dásamleg upplifun að vera á móti líkt og því sem haldið um síðustu helgi. Keppnisgleðin skein úr hverju andliti, samhugur og samheldni var allsráðandi. Þar sem krakkarnir hvöttu hvort annað áfram algerlega óháð því hvort að þau voru liðsfélagar eða í öðrum liðum. Það fallega við frjálsar íþróttir er að þar eru allir að keppa við sjálfan sig og mættir til þess að bæta eigin árangur og það var svo sannarlega gert um síðustu helgi því þar hreinlega rigndi inn tilkynningum um bætingar á persónulegum árangri hjá keppendum. Það voru 267 sigurvegarar í Laugardalnum um helgina. Því miður fer ekki mikið fyrir umfjöllun um þetta mót í fjölmiðlum sem er sorglegt þar sem okkur vantar nú heldur betur jákvæðar og uppbyggilegar fréttir. Sjálfboðaliðar En það væri ekki hægt að halda svona mót nema einfaldlega vegna þessa að fjöldi manns tekur sinn frítíma í að vinna á þeim. Sjálfboðaliðar sem fá svo allt of sjaldan hrós, takk kæru sjálfboðaliðar sem gáfuð ykkar tíma um helgina. Takk fyrir að standa í þessari óeigingjörnu vinnu. Ykkar vinna varð til þess að ég á sigurvegara sem sigraði sjálfa sig um helgina og sofnaði með bros á vör á sunnudagskvöldið. Takk aftur fyrir ykkur kæru sjálfboðaliðar því án ykkar væri íþróttastarf á Íslandi fátæklegt. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Frjálsar íþróttir Íþróttir barna Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi ætlaði þakið hreinlega að rifna af Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þar fór fram meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára. Börn af öllu landinu voru þar samankominn og gleðin réð svo sannarlega ríkjum. Það er dásamleg upplifun að vera á móti líkt og því sem haldið um síðustu helgi. Keppnisgleðin skein úr hverju andliti, samhugur og samheldni var allsráðandi. Þar sem krakkarnir hvöttu hvort annað áfram algerlega óháð því hvort að þau voru liðsfélagar eða í öðrum liðum. Það fallega við frjálsar íþróttir er að þar eru allir að keppa við sjálfan sig og mættir til þess að bæta eigin árangur og það var svo sannarlega gert um síðustu helgi því þar hreinlega rigndi inn tilkynningum um bætingar á persónulegum árangri hjá keppendum. Það voru 267 sigurvegarar í Laugardalnum um helgina. Því miður fer ekki mikið fyrir umfjöllun um þetta mót í fjölmiðlum sem er sorglegt þar sem okkur vantar nú heldur betur jákvæðar og uppbyggilegar fréttir. Sjálfboðaliðar En það væri ekki hægt að halda svona mót nema einfaldlega vegna þessa að fjöldi manns tekur sinn frítíma í að vinna á þeim. Sjálfboðaliðar sem fá svo allt of sjaldan hrós, takk kæru sjálfboðaliðar sem gáfuð ykkar tíma um helgina. Takk fyrir að standa í þessari óeigingjörnu vinnu. Ykkar vinna varð til þess að ég á sigurvegara sem sigraði sjálfa sig um helgina og sofnaði með bros á vör á sunnudagskvöldið. Takk aftur fyrir ykkur kæru sjálfboðaliðar því án ykkar væri íþróttastarf á Íslandi fátæklegt. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar