Kona fékk loksins að lýsa stórmóti í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 08:30 Lauren Kalil braut ísinn og stóð sig vel. Hún fær væntanlega fleiri tækifæri á þesu ári. Skjámynd/Youtube Lauren Kalil er brautryðjandi þegar kemur að sjónvarpsútsendingum frá risamótunum í CrossFit. Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil) CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil)
CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira