Bjarni segir bókun 35 ekki ráða löggjöf Alþingis Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2024 19:06 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir bókun 35 við EES-samninginn ekki fela í sér framsal á fullveldi Íslands. Formaður Miðflokksins geldur varhug við frumvarpi um bókunina og segist munu berjast gegn því með kjafti og klóm. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“ Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“
Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira