Hlaupaheimurinn í áfalli: „Setning sem hefur ómað í hausnum á mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Arnar Pétursson er einn besti hlaupari landsins. vísir/arnar Einn besti hlaupari landsins Arnar Pétursson segir að það hafi verið algjört högg í magann þegar hann frétti af því að maraþonhlauparinn Kelvin Kiptum væri látinn. Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“ Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira