Leggja til stóraukna skattheimtu af orkuframleiðslu Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 15:56 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er fjármála- og efnahagsráðherra. Forveri hennar í starfsi skipaði starfshópinn. Vísir/Arnar Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu leggur til að undanþága rafveitna frá fasteignamatsskyldu verði afnumin eða að raforkuskattur verði settur á. Þá leggur hópurinn til að til lengri tíma verði settur auðlindarentuskattur á raforku. Í skýrslu starfshópsins segir að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ákveðið í júní 2023 að skipa starfshóp um skattlagningu orkuvinnslu í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt erindisbréfi skyldi starfshópurinn hafa að leiðarljósi að brýnt þyki að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu í stærra samhengi. Markmiðið væri að skapa nýja skattalega umgjörð og kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þar með talið vegna orkuframleiðslu, skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga og þeirra sem fyrir áhrifum verða. Starfshópurinn skyldi afla upplýsinga og gagna um úrlausnarefnið ásamt því að skoða stöðuskýrslu starfshóps um málefni vindorku frá apríl 2023. Þá skyldi starfshópurinn skila tillögum og eftir atvikum drögum að lagabreytingum. Tvíþætt verkefni Í skýrslunni segir að starfshópurinn telji rétt að greina viðfangsefnið í tvo hluta. Annars vegar að koma með fram með tillögu sem tryggi nærsamfélagi sem fyrst sanngjarnari hlutdeild en nú er í ávinningi vegna raforkuframleiðslu. Hins vegar að koma með tillögu um tilhögun skattalegs umhverfis orkuvinnslu í stærra samhengi og til framtíðar sem stuðli að því að umframávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér til íslensks samfélags. Vilja leggja skatt á virkjanir í heild Í skýrslunni segir að lagðir séu til tveir valkostir til þess að ná markmiðum fyrri hlutar verkefnisins. Í fyrsta lagi sé lagt til að undanþága rafveitna frá fasteignamati, sem leiði til þess að stærstur hluti mannvirkja til orkuframleiðslu sé undanþeginn fasteignaskatti, verði felld niður. Tillagan feli í sér að ekki verði eingöngu lagður fasteignaskattur á stöðvarhús eins og nú er, heldur virkjunina í heild. Lagt verði fasteignamat á virkjun í heild sinni, jafnvel þó hún sé í fleiri en einu sveitarfélagi. Hlutfallsleg skipting milli sveitarfélaga taki mið af endurstofnverði mannvirkja. Lagt sé til að bætt verði við nýjum gjaldflokki sérstakra fasteigna sem teljast hluti virkjana, í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem verði með lægra skatthlutfall en annað atvinnuhúsnæði. Lagt sé til að gildistöku breytinganna verði hagað þannig, að allt til 2035 greiði nýjar virkjanir ekki þennan skatt að fullu fyrstu fimm árin í rekstri. Breyta þyrfti reglum um Jöfnunarsjóð Í skýrslunni segir að sem hluti af fyrri tillögunni sé lagt til að reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði breytt, þannig að sveitarfélög með miklar skatttekjur á hvern íbúa að teknu tilliti til kostnaðar við þjónustu sveitarfélagsins greiði hluta umframtekna til Jöfnunarsjóðs, sem úthluti með almennum hætti til allra sveitarfélaga landsins. Breytingarnar verði eftirfarandi eftir tegundum virkjana: Vatnsafl: Við skiptingu verði tekið tillit til allra fasteigna sem teljast hluti virkjunar. Stöðvarhúsareglan afnumin. Jarðhiti: Við skiptingu verði tekið tillit til undirliggjandi jarðhitasvæðis. Löglíkur verði taldar á að flatarmál á yfirborði endurspegli hlutdeild, nema annað þyki sýnt með rannsóknum. Vindorka: Tekið verði tillit til sýnileikaáhrifa. Formúla um rúmmál keilu nýtt til að þeir sem nær eru fái hlutfallslega meira en þeir sem fjær eru. Aðrar auðlindir: Tryggja þarf að löggjöf nái yfir nýjar leiðir til framleiðslu raforku með endurnýjanlegum hætti, t.d. sólarorku og sjávarfallavirkjanir. Raforkuskattur á hverja kílóvattsstund Seinni valkosturinn sem starfshópurinn teflir fram er raforkuskattur. Í skýrslunni segir að slíkur skattur yrði settur á með ákvæði þar um í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta. Skatturinn myndi renna til ríkissjóðs. Því þyrfti að skrifa lagaákvæði um greiðslu úr ríkissjóði til sveitarfélaga, til dæmis í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Grípa þyrfti til sambærilegra ráðstafana og í tilviki fasteignaskatts til að tryggja jafnræði þegna landsins til þjónustu sveitarfélaga óháð búsetu, það er að sveitarfélög með miklar umframskatttekjur greiði hluta þeirra til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Að sama skapi þyrfti að haga innleiðingu með sambærilegum hætti og ef um fasteignaskatt væri að ræða, af tilliti til nýliðunar og jafnræðis. Þá sé gert ráð fyrir sömu skiptingu tekna milli sveitarfélaga og í fyrri valkosti. Gera ráð fyrir tvöföldun skatttekna, hið minnsta Í skýrslunni segir að á árunum 2018 til 2021 hafi orkufyrirtæki að jafnaði greitt um 7,5 milljarða króna í fasteignaskatt og tekjuskatt. Ríkissjóður hafi fengið rétt tæp 80 prósent og sveitarfélögin um 20 prósent, eða 1,5 milljarða króna árlega. Starfshópurinn hafi ekki talið það sitt hlutverk að koma fram með nákvæma tillögu að fjárhæð skatts. Í greiningu hjá starfshópnum hafi verið dregnar upp sviðsmyndir miðað við að skatttekjur yrðu þrír milljarðar eða fimm milljarðar króna, eða 2 til 3,5 sinnum meira en meðaltal áranna 2018-2021. Samkvæmt greiningum sem unnar hafi verið fyrir starfshópinn hafi sömu skattar orkufyrirtækja numið vegna ársins 2022 1,83 milljarða króna í fasteignaskatta og 27,7 milljarðar króna í tekjuskatt. Sé tekið tillit til einskiptisáhrifa vegna sölu á hlutabréfum í Landsneti, þá hafi leiðréttur tekjuskattur orkufyrirtækja árið 2022 verið um 12,2 milljarðar króna. Höfðu ekki tíma til að útfæra tillögu að auðlindarentuskatti Í skýrslunni segir að starfshópurinn telji mikilvægt fyrir framtíðarhagsmuni íslensks samfélags, að unnið verði markvisst að setningu reglna um auðlindarentuskatt á raforkuvinnslu í íslenskri lögsögu. Starfshópurinn hafi kynnt sér slíkan skatt vel, en komi ekki fram með útfærða tillögu að honum. Til þess þurfi meiri rannsóknir en unnt hafi verið að ráðast í á starfstíma hópsins. Brýnt sé að mati hópsins að slík vinna sé strax sett í gang með það að markmiði að lögfesta slíkan skatt innan þriggja til fimm ára. Auðlindarentuskatt sé unnt að útfæra á mismunandi hátt. Jafnan sé um að ræða skatt á hverja virkjun, sem ætlað er að raungerast þegar verulegur umframávinningur verður af starfrækslu virkjunar. Skatturinn sé tilgreindur sem hlutfall af umframávinningi. Helstu kostir auðlindarentuskatts séu að hann taki tillit til arðsemisáhættu, sé skilvirkur og leggist með sama hætti á allar virkjanir sem við á. Helstu ágallar skattsins séu að hann krefst umtalsverðrar gagnaöflunar og utanumhalds. Skattar og tollar Orkumál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Í skýrslu starfshópsins segir að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ákveðið í júní 2023 að skipa starfshóp um skattlagningu orkuvinnslu í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt erindisbréfi skyldi starfshópurinn hafa að leiðarljósi að brýnt þyki að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu í stærra samhengi. Markmiðið væri að skapa nýja skattalega umgjörð og kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þar með talið vegna orkuframleiðslu, skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga og þeirra sem fyrir áhrifum verða. Starfshópurinn skyldi afla upplýsinga og gagna um úrlausnarefnið ásamt því að skoða stöðuskýrslu starfshóps um málefni vindorku frá apríl 2023. Þá skyldi starfshópurinn skila tillögum og eftir atvikum drögum að lagabreytingum. Tvíþætt verkefni Í skýrslunni segir að starfshópurinn telji rétt að greina viðfangsefnið í tvo hluta. Annars vegar að koma með fram með tillögu sem tryggi nærsamfélagi sem fyrst sanngjarnari hlutdeild en nú er í ávinningi vegna raforkuframleiðslu. Hins vegar að koma með tillögu um tilhögun skattalegs umhverfis orkuvinnslu í stærra samhengi og til framtíðar sem stuðli að því að umframávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér til íslensks samfélags. Vilja leggja skatt á virkjanir í heild Í skýrslunni segir að lagðir séu til tveir valkostir til þess að ná markmiðum fyrri hlutar verkefnisins. Í fyrsta lagi sé lagt til að undanþága rafveitna frá fasteignamati, sem leiði til þess að stærstur hluti mannvirkja til orkuframleiðslu sé undanþeginn fasteignaskatti, verði felld niður. Tillagan feli í sér að ekki verði eingöngu lagður fasteignaskattur á stöðvarhús eins og nú er, heldur virkjunina í heild. Lagt verði fasteignamat á virkjun í heild sinni, jafnvel þó hún sé í fleiri en einu sveitarfélagi. Hlutfallsleg skipting milli sveitarfélaga taki mið af endurstofnverði mannvirkja. Lagt sé til að bætt verði við nýjum gjaldflokki sérstakra fasteigna sem teljast hluti virkjana, í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem verði með lægra skatthlutfall en annað atvinnuhúsnæði. Lagt sé til að gildistöku breytinganna verði hagað þannig, að allt til 2035 greiði nýjar virkjanir ekki þennan skatt að fullu fyrstu fimm árin í rekstri. Breyta þyrfti reglum um Jöfnunarsjóð Í skýrslunni segir að sem hluti af fyrri tillögunni sé lagt til að reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði breytt, þannig að sveitarfélög með miklar skatttekjur á hvern íbúa að teknu tilliti til kostnaðar við þjónustu sveitarfélagsins greiði hluta umframtekna til Jöfnunarsjóðs, sem úthluti með almennum hætti til allra sveitarfélaga landsins. Breytingarnar verði eftirfarandi eftir tegundum virkjana: Vatnsafl: Við skiptingu verði tekið tillit til allra fasteigna sem teljast hluti virkjunar. Stöðvarhúsareglan afnumin. Jarðhiti: Við skiptingu verði tekið tillit til undirliggjandi jarðhitasvæðis. Löglíkur verði taldar á að flatarmál á yfirborði endurspegli hlutdeild, nema annað þyki sýnt með rannsóknum. Vindorka: Tekið verði tillit til sýnileikaáhrifa. Formúla um rúmmál keilu nýtt til að þeir sem nær eru fái hlutfallslega meira en þeir sem fjær eru. Aðrar auðlindir: Tryggja þarf að löggjöf nái yfir nýjar leiðir til framleiðslu raforku með endurnýjanlegum hætti, t.d. sólarorku og sjávarfallavirkjanir. Raforkuskattur á hverja kílóvattsstund Seinni valkosturinn sem starfshópurinn teflir fram er raforkuskattur. Í skýrslunni segir að slíkur skattur yrði settur á með ákvæði þar um í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta. Skatturinn myndi renna til ríkissjóðs. Því þyrfti að skrifa lagaákvæði um greiðslu úr ríkissjóði til sveitarfélaga, til dæmis í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Grípa þyrfti til sambærilegra ráðstafana og í tilviki fasteignaskatts til að tryggja jafnræði þegna landsins til þjónustu sveitarfélaga óháð búsetu, það er að sveitarfélög með miklar umframskatttekjur greiði hluta þeirra til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Að sama skapi þyrfti að haga innleiðingu með sambærilegum hætti og ef um fasteignaskatt væri að ræða, af tilliti til nýliðunar og jafnræðis. Þá sé gert ráð fyrir sömu skiptingu tekna milli sveitarfélaga og í fyrri valkosti. Gera ráð fyrir tvöföldun skatttekna, hið minnsta Í skýrslunni segir að á árunum 2018 til 2021 hafi orkufyrirtæki að jafnaði greitt um 7,5 milljarða króna í fasteignaskatt og tekjuskatt. Ríkissjóður hafi fengið rétt tæp 80 prósent og sveitarfélögin um 20 prósent, eða 1,5 milljarða króna árlega. Starfshópurinn hafi ekki talið það sitt hlutverk að koma fram með nákvæma tillögu að fjárhæð skatts. Í greiningu hjá starfshópnum hafi verið dregnar upp sviðsmyndir miðað við að skatttekjur yrðu þrír milljarðar eða fimm milljarðar króna, eða 2 til 3,5 sinnum meira en meðaltal áranna 2018-2021. Samkvæmt greiningum sem unnar hafi verið fyrir starfshópinn hafi sömu skattar orkufyrirtækja numið vegna ársins 2022 1,83 milljarða króna í fasteignaskatta og 27,7 milljarðar króna í tekjuskatt. Sé tekið tillit til einskiptisáhrifa vegna sölu á hlutabréfum í Landsneti, þá hafi leiðréttur tekjuskattur orkufyrirtækja árið 2022 verið um 12,2 milljarðar króna. Höfðu ekki tíma til að útfæra tillögu að auðlindarentuskatti Í skýrslunni segir að starfshópurinn telji mikilvægt fyrir framtíðarhagsmuni íslensks samfélags, að unnið verði markvisst að setningu reglna um auðlindarentuskatt á raforkuvinnslu í íslenskri lögsögu. Starfshópurinn hafi kynnt sér slíkan skatt vel, en komi ekki fram með útfærða tillögu að honum. Til þess þurfi meiri rannsóknir en unnt hafi verið að ráðast í á starfstíma hópsins. Brýnt sé að mati hópsins að slík vinna sé strax sett í gang með það að markmiði að lögfesta slíkan skatt innan þriggja til fimm ára. Auðlindarentuskatt sé unnt að útfæra á mismunandi hátt. Jafnan sé um að ræða skatt á hverja virkjun, sem ætlað er að raungerast þegar verulegur umframávinningur verður af starfrækslu virkjunar. Skatturinn sé tilgreindur sem hlutfall af umframávinningi. Helstu kostir auðlindarentuskatts séu að hann taki tillit til arðsemisáhættu, sé skilvirkur og leggist með sama hætti á allar virkjanir sem við á. Helstu ágallar skattsins séu að hann krefst umtalsverðrar gagnaöflunar og utanumhalds.
Skattar og tollar Orkumál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira