Ekkert alvöru inngrip í frumvarpi um Airbnb Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 11:20 Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, vill að frumvarpið verði afturvirkt. Vísir Þingmaður segir frumvarp ráðherra um Airbnb íbúðir ekki leiðrétta þá vondu þróun sem hefur átt sér stað á fasteignamarkaði. Löggjafin verði að stíga lengra inn því annars er inngripið lítið sem ekkert til skamms tíma. Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört. Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört.
Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira