Mesta áhorfið síðan að Neil Armstrong gekk um á tunglinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 09:01 Taylor Swift kyssir kærasta sinn og innherja Super Bowl meistara Kansas City Chiefs, Travis Kelce, í leiklok í Las Vegas. AP/John Locher Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers setti nýtt áhorfsmet. Aldrei áður hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á útsendingu frá íþróttaefni í sjónvarpi. Alls horfðu að meðaltali 123,4 milljónir manns á leikinn sem Kansas City liðið vann eftir æsispennandi framlengingu. #SuperBowl LVIII sets ratings record with a staggering 123.4 million viewers, TV s biggest audience since the moon landing - #CNN #NFL https://t.co/YgLFkd4kjm— Jim Buff (@jimbuff) February 13, 2024 Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1969, þegar maðurinn steig á tunglið í fyrsta skiptið, til að finna meira áhorf í bandarísku sjónvarpið. Talið er að um 125 til 150 milljónir hafi horft á tunglgönguna fyrir 55 árum. Áhorfið á leikinn í fyrrinótt var sjö prósentum meira en áhorfið á Super Bowl leikinn í fyrra þegar Kansas City vann sigur á Philadelphia Eagles. Þá horfðu 115,1 milljón manns á leikinn. Það var gamla metið fyrir Super Bowl leik. Leikurinn var sýndur beint í sjónvarpi í Bandaríkjunum á nokkrum stöðum eins og á CBS sjónvarpsstöðinni sem og í sérstakri barnaútsendingu á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Meðaláhorfið á útsendingu CBS, aðalútsendinguna frá leiknum, voru 120 milljónir manns. Nielsen mældi það enn fremur að alls horfðu 202,4 milljónir manna á hluta af leiknum sem var tíu prósent meira en í fyrra. Aðkoma Taylor Swift á auðvitað mikinn þátt í auknum áhuga en leikurinn var líka æsispennandi allan tímann og endaði í framlengingu. Þetta var líka lengsti Super Bowl leikur sögunnar. CBS Sports' presentation of Super Bowl LVIII is the most-watched telecast in history with a total audience delivery of 123.4 million average viewers across platforms.Link to Release: https://t.co/DHc9XPBwSn pic.twitter.com/GR3w2hbBwn— CBS Sports PR (@CBSSportsGang) February 13, 2024 NFL Ofurskálin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Sjá meira
Alls horfðu að meðaltali 123,4 milljónir manns á leikinn sem Kansas City liðið vann eftir æsispennandi framlengingu. #SuperBowl LVIII sets ratings record with a staggering 123.4 million viewers, TV s biggest audience since the moon landing - #CNN #NFL https://t.co/YgLFkd4kjm— Jim Buff (@jimbuff) February 13, 2024 Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1969, þegar maðurinn steig á tunglið í fyrsta skiptið, til að finna meira áhorf í bandarísku sjónvarpið. Talið er að um 125 til 150 milljónir hafi horft á tunglgönguna fyrir 55 árum. Áhorfið á leikinn í fyrrinótt var sjö prósentum meira en áhorfið á Super Bowl leikinn í fyrra þegar Kansas City vann sigur á Philadelphia Eagles. Þá horfðu 115,1 milljón manns á leikinn. Það var gamla metið fyrir Super Bowl leik. Leikurinn var sýndur beint í sjónvarpi í Bandaríkjunum á nokkrum stöðum eins og á CBS sjónvarpsstöðinni sem og í sérstakri barnaútsendingu á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Meðaláhorfið á útsendingu CBS, aðalútsendinguna frá leiknum, voru 120 milljónir manns. Nielsen mældi það enn fremur að alls horfðu 202,4 milljónir manna á hluta af leiknum sem var tíu prósent meira en í fyrra. Aðkoma Taylor Swift á auðvitað mikinn þátt í auknum áhuga en leikurinn var líka æsispennandi allan tímann og endaði í framlengingu. Þetta var líka lengsti Super Bowl leikur sögunnar. CBS Sports' presentation of Super Bowl LVIII is the most-watched telecast in history with a total audience delivery of 123.4 million average viewers across platforms.Link to Release: https://t.co/DHc9XPBwSn pic.twitter.com/GR3w2hbBwn— CBS Sports PR (@CBSSportsGang) February 13, 2024
NFL Ofurskálin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Sjá meira