Helgin köld en helstu áskoranir leystar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 12:03 Efri röð frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir og Auður Erla Guðmundsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Önundur Reinhardtsson og Ásdís Rós Ásgeirsdóttir. Vísir/Einar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira