Helgin köld en helstu áskoranir leystar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 12:03 Efri röð frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir og Auður Erla Guðmundsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Önundur Reinhardtsson og Ásdís Rós Ásgeirsdóttir. Vísir/Einar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira