Skulda- eða kuldadagar Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:31 Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Orkumál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun