Skulda- eða kuldadagar Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:31 Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Orkumál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan - að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna í Ólafsfirði árið 1944. Við Ólafsfirðingar höfum ævinlega verið stolt af framtakssemi okkar því hitaveituna lögðum við sjálf og er hún meðal elstu hitaveitna á Íslandi. Það er ugglaust rétt að jarðhitinn var örlagavaldur vestan fjalla og ein ástæða þess að byggð lagðist af í Héðinsfirði árið 1951, þrátt fyrir gróðursæld og hlunnindi til lands og sjávar því þar var enginn jarðhiti. Kannski hefur hitaveitan í Ólafsfirði þótt svo sjálfsögð að henni hefur verið veitt lítil eftirtekt í seinni tíð og nú er komið að skulda- eða kuldadögum. Vinnslugeta hitaveitunnar í Ólafsfirði er nefnilega komin að þolmörkum. Farið er að „draga niður“ í vinnsluholum og nú í kuldatíð þarf að loka hluta sundlaugarinnar og hætta upphitun gangstétta. Þá hafa atvinnurekendur jafnframt verið beðnir um að minnka heitavatnsnotkun sína en sum staðar er það verulegum annmörkum bundið. Þetta er dapurlegur veruleiki fyrir okkur sem vonuðumst eftir auknum umsvifum og atvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði, bættum atvinnutækifærum og lífskjörum þar sem okkar græna orka yrði í forgrunni. Ef ég þekkti ekki betur til málsins hefði ég giskað á að heita vatnið hefði verið flutt yfir til Siglufjarðar, eins og margt annað úr bænum. Nei, ég segi bara svona (og glotti við skrifin). En, þetta er ekki vandamál heldur verkefni. Góðu fréttirnar eru þær að jarðhita er víða að finna í Ólafsfirði. Þrátt fyrir framtakssemi okkar Ólafsfirðinga eru okkur allar bjargir bannaðar hvað þetta verkefni varðar þar sem Hitaveita Ólafsfjarðar var seld til Norðurorku árið 2006 og hefur Norðurorka einkaleyfi til starfsemi á sínu veitusvæði. Það þýðir að Norðurorka hefur einkaleyfisrétt á vatnsréttindum í Ólafsfirði, a.m.k. á öllu bæjarlandi. Við Ólafsfirðingar höfum lengi kallað eftir því að jarðhitabúskapurinn yrði í það minnsta kannaður og átti ég sjálf í bréfaskriftum við Norðurorku árið 2018 og aftur 2021 þar sem ég kallaði eftir upplýsingum um vatnsbúskapinn. Fátt var um svör. Ég er ekki löglærð en tel að einkaleyfishafi megi ekki vanrækja skyldur sínar við notendur. Ég skora því á Norðurorku að halda íbúafund og upplýsa okkur Ólafsfirðinga um stöðu mála og mögulegar úrbætur því þetta er nýr veruleiki fyrir okkur. Ég vil þó taka fram að Norðurorka er um margt fyrirmyndar fyrirtæki og þar starfar gott og hæft fólk. Ég er þakklát þeim fyrir að bregðast við aðstæðum, gæta að sjálfbærni auðlindarinnar og hafa íbúa í fyrirrúmi en betur má ef duga skal. Höfundur er Ólafsfirðingur og 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar