Innlent

Skóla­starf á nær öllum Suður­nesjum á morgun

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skipulagt íþróttastarf fellur niður á Suðurnesjum á morgun. 
Skipulagt íþróttastarf fellur niður á Suðurnesjum á morgun.  Vísir/Egill

Að öllu óbreyttu verður skólastarf á morgun í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun að undanskyldum Sandgerðisskóla og leikskólanum Sólborg í Suðurnesjabæ.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að þetta eigi einnig við um starfsemi frístundaheimila í en skipulagt íþróttastarf hjá börnum og ungmennum falli niður. Þá fellur niður kennsla í tónlistarskóla Sandgerðis.

Fram kemur að vel gangi að koma og halda hita á skólabyggingum en starfsfólk sveitarfélaganna og aðgerðastjórn Suðurnesja hafi nýtt helgina til að koma fyrir hitablásurum í allar byggingar. 

Loks segir að staðan verði tekin reglulega og upplýsingar verði sendar frá skólastjórnendum til foreldra og forráðamanna ef gera þarf breytingar og aðlaga skólastarf að þeim.

Uppfært: Skólastarf fellur niður á morgun mánudag í Sandgerðisskóla, tónlistaskóla Sandgerðis og í leikskólanum Sólborg í Suðurnesjabæ vegna vandræða við uppsetningu á búnaði til hitunar. 

Stefnt er að opnun þeirra frá og með þriðjudeginum 13.febrúar, að því er kemur fram í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×