Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku palestínska flóttamenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 17:09 Mótmælendur eru við báða útganga lögreglustöðvarinnar. Fjöldi vopnaðra sérsveitamanna réðist inn á heimili Palestínumanna sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd hér á landi í morgun. Á heimilinu voru hjón og 23 ára gamall sonur þeirra. Þau voru handtekin og stendur til að senda þau til Grikklands. Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið. Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira