Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku palestínska flóttamenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 17:09 Mótmælendur eru við báða útganga lögreglustöðvarinnar. Fjöldi vopnaðra sérsveitamanna réðist inn á heimili Palestínumanna sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd hér á landi í morgun. Á heimilinu voru hjón og 23 ára gamall sonur þeirra. Þau voru handtekin og stendur til að senda þau til Grikklands. Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið. Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira