Eins og fram hefur komið kom upp bilun í símkerfi Neyðarlínunnar um eittleytið í dag. Þá datt netspjallið einnig út. Gefin voru upp númer í millitíðinni sem fólk gat náð í. Jón Svanberg segir það ekki liggja fyrir á þessari stundu hvað hafi valdið biluninni.
„Þetta var rúmlega klukkustund sem fólk náði ekki í 112. Síðan hafa menn verið alveg á haus og það er komið inn aftur. Núna erum við að koma inn þessum innri kerfum,“ segir Jón.