Vilji til þess að halda í háskóla í héraði í orði en ekki á borði? Logi Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 14:32 Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun