Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 14:35 Þegar mest lét stóðu um 50 manns í biðröð í Múrbúðinni í Keflavík eftir rafmagnsofnum. Sigurður Hallbjörnsson Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum. „Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11