Ætla að vinna með nýjan veruleika í Bláa lóninu Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. febrúar 2024 12:49 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. Vísir/Arnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir að forsvarsmenn lónsins ætli að vinna með nýjan veruleika sem eldgos á Reykjanesskaga hafi haft í för með sér. Kerfi Bláa lónsins séu innan varnargarða. Þetta kom fram í sérstökum aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Eins og fram hefur komið hefur hraun farið yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg að Bláa lóninu. „Við fengum auðvitað upplýsingar í nótt og tilkynningu um að rýma. Við gerðum það með yfirveguðum hætti og það gekk hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Helga. Hún segir að svo hafi forsvarsmenn lónsins fylgst með atburðarásinni eins og aðrir. Ljóst sé að enn sé vegur í gegnum Hafnir sem heiti Nesvegur opinn að lóninu. Það þýði að ekki séu allir vegir lokaðir að lóninu. „Við horfum bara á stöðuna þannig að við erum komin inn í þetta jarðhræringatímabil eins og talað hefur verið um. Við aðlögum okkar rekstur að því og það er mikilvægt að geta rýmt hratt og örugglega og svo að sama skapi opnað aftur þegar aðstæður leyfa. Þetta er nýr veruleiki og við ætlum bara að vinna með hann.“ Helga segir að hraunið hafi ekki haft áhrif á kerfi Bláa lónsins. Það sé innan varnargarða, við orkuverið í Svartsengi. Hún vænti þess ekki að það verði fyrir áhrifum en fylgst sé vel með því. Öryggi gesta og starfsmanna sé fyrst og fremst í fyrirrúmi. Hún segir fyrirtækið ekki finna mikið fyrir afbókunum. „Við höfum frekar horft til þess að gestir okkar séu að bíða eftir þeirra degi og sjá hvort það sé búið að opna eða ekki. En það hefur hægt á bókunarinnflæði, ferðamenn sjá hvort þeir komi til Íslands eða hvort þeir bíði með það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Þetta kom fram í sérstökum aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Eins og fram hefur komið hefur hraun farið yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg að Bláa lóninu. „Við fengum auðvitað upplýsingar í nótt og tilkynningu um að rýma. Við gerðum það með yfirveguðum hætti og það gekk hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Helga. Hún segir að svo hafi forsvarsmenn lónsins fylgst með atburðarásinni eins og aðrir. Ljóst sé að enn sé vegur í gegnum Hafnir sem heiti Nesvegur opinn að lóninu. Það þýði að ekki séu allir vegir lokaðir að lóninu. „Við horfum bara á stöðuna þannig að við erum komin inn í þetta jarðhræringatímabil eins og talað hefur verið um. Við aðlögum okkar rekstur að því og það er mikilvægt að geta rýmt hratt og örugglega og svo að sama skapi opnað aftur þegar aðstæður leyfa. Þetta er nýr veruleiki og við ætlum bara að vinna með hann.“ Helga segir að hraunið hafi ekki haft áhrif á kerfi Bláa lónsins. Það sé innan varnargarða, við orkuverið í Svartsengi. Hún vænti þess ekki að það verði fyrir áhrifum en fylgst sé vel með því. Öryggi gesta og starfsmanna sé fyrst og fremst í fyrirrúmi. Hún segir fyrirtækið ekki finna mikið fyrir afbókunum. „Við höfum frekar horft til þess að gestir okkar séu að bíða eftir þeirra degi og sjá hvort það sé búið að opna eða ekki. En það hefur hægt á bókunarinnflæði, ferðamenn sjá hvort þeir komi til Íslands eða hvort þeir bíði með það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira