Biðja fólk um að lækka á ofnum og fara ekki í bað Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2024 11:12 Nokkrir klukkutímar eru í að hraunið flæðir yfir heitavatnslögn sem liggur frá Svartsengi til Keflavíkur, haldi flæðið áfram eins og það hefur gert. Björn Steinbekk Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið hafi verið að lagningu ýrrar heitavatnslagnar í jörðu á þessu svæði. Búið sé að leggja um fimm hundruð metra langan kafla sem hægt sé að nota, eyðileggist gamla lögnin. Það getur þó tekið einhverja daga að koma nýju lögninni í gagnið. Einnig segir í tilkynningunni að búið sé að fylla á heitavatnstanka á Fitjum. Til að þær birgðir endist sem lengst eru íbúar áðurnefndra bæja beðnir um að lækka í hitakerfum og nota ekki heitt vatn til baða í sturtu, baðkörum eða heitum pottum. Búið er að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda. Fólk er einnig beðið um að bíða með að hefja rafkyndingu eins lengi og það getur. „Reynir svo á samtakamátt íbúa, ef til þess kemur, að hámarka rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð og fara á sama tíma í raforkusparandi aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. „Hættan af of miklu álagi á rafdreifikerfið, jafnvel frá einni íbúð, er sú að öll gatan eða jafnvel allt kerfið slái út með tilheyrandi hættu á bilunum í jarðstrengjum eða dreifistöðvum, sem þá gæti tekið langan tíma að laga.“ Ábendingar um hvað hægt er að gera má finna hér á vef HS Veitna. Hættustig hjá Almannavörnum Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að fara á hættustig Almannavarna vegna þeirrar hættu á að hitavatnsskortur verði á Reykjanesi. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum er almenningur beðinn um að gefa viðbragðsaðilum svigrúm í þeirri vinnu sem fer fram á staðnum. Þá biðla Almannavarnir einni til íbúa um að lækka í hitakerfum og draga úr notkun á heitu vatni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. 8. febrúar 2024 10:34 Grunar að gosið sé búið að ná hámarki Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að sig gruni að eldgosið sem hófst í morgun sé búið að ná hámarki sínu. Hann segist telja líklegt að því verði lokið um helgina. 8. febrúar 2024 10:32 Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið hafi verið að lagningu ýrrar heitavatnslagnar í jörðu á þessu svæði. Búið sé að leggja um fimm hundruð metra langan kafla sem hægt sé að nota, eyðileggist gamla lögnin. Það getur þó tekið einhverja daga að koma nýju lögninni í gagnið. Einnig segir í tilkynningunni að búið sé að fylla á heitavatnstanka á Fitjum. Til að þær birgðir endist sem lengst eru íbúar áðurnefndra bæja beðnir um að lækka í hitakerfum og nota ekki heitt vatn til baða í sturtu, baðkörum eða heitum pottum. Búið er að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda. Fólk er einnig beðið um að bíða með að hefja rafkyndingu eins lengi og það getur. „Reynir svo á samtakamátt íbúa, ef til þess kemur, að hámarka rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð og fara á sama tíma í raforkusparandi aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. „Hættan af of miklu álagi á rafdreifikerfið, jafnvel frá einni íbúð, er sú að öll gatan eða jafnvel allt kerfið slái út með tilheyrandi hættu á bilunum í jarðstrengjum eða dreifistöðvum, sem þá gæti tekið langan tíma að laga.“ Ábendingar um hvað hægt er að gera má finna hér á vef HS Veitna. Hættustig hjá Almannavörnum Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að fara á hættustig Almannavarna vegna þeirrar hættu á að hitavatnsskortur verði á Reykjanesi. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum er almenningur beðinn um að gefa viðbragðsaðilum svigrúm í þeirri vinnu sem fer fram á staðnum. Þá biðla Almannavarnir einni til íbúa um að lækka í hitakerfum og draga úr notkun á heitu vatni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. 8. febrúar 2024 10:34 Grunar að gosið sé búið að ná hámarki Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að sig gruni að eldgosið sem hófst í morgun sé búið að ná hámarki sínu. Hann segist telja líklegt að því verði lokið um helgina. 8. febrúar 2024 10:32 Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57
Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. 8. febrúar 2024 10:34
Grunar að gosið sé búið að ná hámarki Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að sig gruni að eldgosið sem hófst í morgun sé búið að ná hámarki sínu. Hann segist telja líklegt að því verði lokið um helgina. 8. febrúar 2024 10:32
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23