Samgöngumál í Mýrdal Þórir N. Kjartansson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar