Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:51 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og lögreglumaður, segir það mikinn létti að gosið sé fjær bænum en þegar gaus í janúar. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. „Sonur minn sjá bjarmann og hringdi í mig.“ Hvernig leið þér þá? „Mér líður betur eftir að ég fékk að vita staðsetningu. Það er alltaf ákveðið óöryggi fyrst að átta sig á hvar þetta er. En við bjuggumst alveg við þessu. Þetta er búið að gerast það oft að maður hoppar ekki upp en staðsetningin skiptir öllu máli.“ Spurður um viðbrögð af hálfu bæjarins segir hann bæinn alveg tóman en að viðbragðsaðilar séu við lokunarpósta. En að hann sé rýmdur við þessar aðstæður. Hjálmar á von á því að bænum verði lokað á meðan þessu stendur, allavega á meðan viðbragðsaðilar og sérfræðingar átta sig á stöðunni. „Það er eðlilegt held ég og fólk skilur það.“ Bærinn rýmdur Síðustu daga hefur farið fram umfangsmikil verðmætabjörgun í bænum. Hjálmar segir alls ekki alla hafa tekið sitt dót. Hann sjálfur hafi sem dæmi ekki tekið einn stól og ætli ekki að gera það. „Það er heilmikið dót og sumir sem ætla ekkert að taka strax. Það er voðalega misjafnt. Ég hef ekki tekið einn stól og ætla ekkert að taka. Ég bý syðst í bænum og verðum að sjá hvernig móður náttúra fer með okkur.“ Hjálmar segir staðsetninguna mikinn létti. „Síðasta gos var frekar ógnvekjandi en þetta er á betra stað.“ Hjálmar starfar sem löggæslumaður en er í leyfi frá þeim störfum vegna anna í sveitarstjórnarmálum. Hann á von á því að fara í ráðhúsið í dag til að taka stöðuna. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira
„Sonur minn sjá bjarmann og hringdi í mig.“ Hvernig leið þér þá? „Mér líður betur eftir að ég fékk að vita staðsetningu. Það er alltaf ákveðið óöryggi fyrst að átta sig á hvar þetta er. En við bjuggumst alveg við þessu. Þetta er búið að gerast það oft að maður hoppar ekki upp en staðsetningin skiptir öllu máli.“ Spurður um viðbrögð af hálfu bæjarins segir hann bæinn alveg tóman en að viðbragðsaðilar séu við lokunarpósta. En að hann sé rýmdur við þessar aðstæður. Hjálmar á von á því að bænum verði lokað á meðan þessu stendur, allavega á meðan viðbragðsaðilar og sérfræðingar átta sig á stöðunni. „Það er eðlilegt held ég og fólk skilur það.“ Bærinn rýmdur Síðustu daga hefur farið fram umfangsmikil verðmætabjörgun í bænum. Hjálmar segir alls ekki alla hafa tekið sitt dót. Hann sjálfur hafi sem dæmi ekki tekið einn stól og ætli ekki að gera það. „Það er heilmikið dót og sumir sem ætla ekkert að taka strax. Það er voðalega misjafnt. Ég hef ekki tekið einn stól og ætla ekkert að taka. Ég bý syðst í bænum og verðum að sjá hvernig móður náttúra fer með okkur.“ Hjálmar segir staðsetninguna mikinn létti. „Síðasta gos var frekar ógnvekjandi en þetta er á betra stað.“ Hjálmar starfar sem löggæslumaður en er í leyfi frá þeim störfum vegna anna í sveitarstjórnarmálum. Hann á von á því að fara í ráðhúsið í dag til að taka stöðuna.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira