Íslensk CrossFit kempa keppir á EM í Ólympískum Lyftingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með á átta heimsleikum og náði best níunda sætinu árið 2019. @thurihelgadottir Þuríður Erla Helgadóttir verður meðal keppenda á Evrópumótinu í Ólympískum Lyftingum sem fram fer í Sofía í Búlgaríu seinna í þessum mánuði. Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir)
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira