Innlent

Gosið að lengjast í norður­átt

Atli Ísleifsson skrifar
Gosið hófst skömmu fyrir klukkan sex í morgun.
Gosið hófst skömmu fyrir klukkan sex í morgun. Katrín Harpa

Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að aðdragandi þessa goss hafi verið mjög svipaður og í síðustu tvö skipti.

„Við sjáum að kvikan byrjar þrýstast upp í ganginn og þarna líður nú styttri tími en hefur gerst. Ætli það hafi ekki verið rúmur hálftími frá því að óróinn byrjar að miklu leyti og þar til að gosið kemur upp á yfirborð.“

Hann segir gosið nú vera við Sýlingarfell. „Þetta virðist vera aðeins norðan en áður. Það er svolítið erfitt að sjá það nákvæmlega, en þetta er á svipuðum stað og áður. “

Böðvar segir erfitt að meta stærð gossins á þessum tímapunkti. „Við sjáum þó að þetta hefur verið að stækka. Þetta hefur verið að lengjast í norður.“

Hann segir ennfremur að ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur. Verið sé að undirbúa flug Landhelgisgæslunnar.


Tengdar fréttir

Gos hafið á Reykjanesinu

Eldgos er hafið á Reykjanesi, á Sundknúksgígaröðinni, að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna.

Búið að rýma Bláa lónið

Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×