„Þá er þetta bara búið hjá okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2024 21:09 Verðmætabjörgun fyrirtækja í Grindavík fór fram í dag. Vísir Uppsagnir fyrirtækja í Grindavík eru áhyggjuefni að mati bæjarbúa sem segja lítið eftir af bænum ef fyrirtækin fara. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja vann að verðmætabjörgun í bænum í dag en hjá sumum þeirra er tjónið þegar orðið gífurlegt. Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11
Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09
Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42