Vill axla ábyrgð eftir misheppnað rán á Pizzunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 15:56 Pizzan er staðsett í verslunarkjarnanum Hverafold í Grafarvogi. Hverafold 23 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán á veitingastaðnum Pizzunni fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði lítið upp úr krafsinu og missti bæði síma sinn og lykla á vettvangi glæpsins. Hann sagðist fyrir dómi vilja axla ábyrgð á brotum sínum en hann hefur farið í meðferð vegna fíknivanda. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Sjá meira