Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 22:48 Ljóst er að fleiri en Skagfirðingasveitin hafa orðið fyrir barðinu á svikahreppum Sportbáta. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir. Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56