Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. febrúar 2024 19:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi frumvarpið í dag. Vísir/Arnar Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hafi haldið utan um frumvarpið. „Og eins og gefur að skilja þarf að hnýta ýmsa hnúta til þess að búa vel um það. En ég á von á því að það verði rætt milli flokka á Alþingi í kjölfar fundar okkar í dag þar sem við fórum yfir stöðu málsins.“ Samtal við banka og lífeyrissjóði gengið ágætlega Þá segist Katrín vænta þess að hægt verði að kynna málið í lok vikunnar. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að kaupa sér húsnæði og koma sér fyrir á nýjum stað. „Að þau sitji við sama borð, þau sem geta ekki búið í Grindavík vegna aðstæðna, og þau sem hafa fengið húsin metin af náttúruhamfaratryggingu sem tjónað hús,“ segir Katrín. „Því það er auðvitað þannig að meðan það er ekki metið öruggt að vera í bænum þá er staðan auðvitað mjög flókin þó að þú sért ekki með tjónað hús.“ Katrín segir að með frumvarpinu sé verið að skoða eins konar forkaupsrétt inn í þá vinnu. Þá segir hún mikilvægt að bankar og lífeyrissjóðir komi að málinu sem veðhafar í húsunum. „Og það samtal hefur staðið yfir og gengið ágætlega en því er ekki lokið. Og ég vonast náttúrlega til þess að því verði ljúki þá líka í þessari viku.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hafi haldið utan um frumvarpið. „Og eins og gefur að skilja þarf að hnýta ýmsa hnúta til þess að búa vel um það. En ég á von á því að það verði rætt milli flokka á Alþingi í kjölfar fundar okkar í dag þar sem við fórum yfir stöðu málsins.“ Samtal við banka og lífeyrissjóði gengið ágætlega Þá segist Katrín vænta þess að hægt verði að kynna málið í lok vikunnar. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að kaupa sér húsnæði og koma sér fyrir á nýjum stað. „Að þau sitji við sama borð, þau sem geta ekki búið í Grindavík vegna aðstæðna, og þau sem hafa fengið húsin metin af náttúruhamfaratryggingu sem tjónað hús,“ segir Katrín. „Því það er auðvitað þannig að meðan það er ekki metið öruggt að vera í bænum þá er staðan auðvitað mjög flókin þó að þú sért ekki með tjónað hús.“ Katrín segir að með frumvarpinu sé verið að skoða eins konar forkaupsrétt inn í þá vinnu. Þá segir hún mikilvægt að bankar og lífeyrissjóðir komi að málinu sem veðhafar í húsunum. „Og það samtal hefur staðið yfir og gengið ágætlega en því er ekki lokið. Og ég vonast náttúrlega til þess að því verði ljúki þá líka í þessari viku.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira