Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni Gasa en nemendur í Hagaskóla lögðu í morgun niður störf og héldu í kröfugöngu að Alþingi til að mótmæla ástandinu. 

Ríkisstjórnin situr einnig á fundi í dag og vænst er viðbragða frá Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra en félagsmálaráðherra vísaði á hann í gær þegar hann var spurður út í fjölskyldusameiningar sem mótmælendur hafa krafist að ráðist verði í. 

Einnig fjöllum við um það að Landssamtök íslenskra stúdenta telja áríðandi að lögum um Menntasjóð námsmanna verði breytt til að tryggja skilvirkni og betra aðgengi nemenda að lánum og styrkjum.

Þá verður staðan tekin á jarðhræringunum á Reykjanesskaga. 

Í íþróttapakka dagsins verður rætt við Ásmund Einar Daðason ráðherra en stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×