Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 09:28 Hjónakornin í New York árið 2019. Getty/WireImage/Dia Dipasupi Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. Bókin hefur ekki titil en verður gefin út af útgáfufélaginu Open Field, sem er í eigu Maríu Shriver. Hún kemur út á næsta ári. Heming Willis sagði í samtali við Sunday Paper, fréttabréf Shriver, að hún hefði ekki getað gengið að upplýsingum né stuðningi eftir að Bruce var greindur með framheilabilun. „Ég tel það vera mög mikilvægt hvernig læknir greinir sjúklingi og aðstandanda frá. Það er bráðnauðsynlegt að hafa upplýsingar og bjargráð á reiðum höndum. Ég veit, útfrá minni reynslu og annarra umönnunaraðila sem ég hef rætt við, að sögur okkar eru því miður sambærilegar. Við yfirgáfum þessa skrifstofu með litlar sem engar upplýsingar eða stuðning og með greiningu sem ég gat varla borið fram,“ sagði hún. Fjölskylda Bruce greindi frá því árið 2022 að leikaraferli hans væri lokið, sökum málstols (e. aphasia). Ári seinna bárust svo þær fregnir að leikarinn hefði verið greindur með framheilabilun. Á þeim tímapunkti stigu margir samstarfsmenn hans fram og sögðust hafa haft áhyggjur af leikaranum í mörg ár. Heming Willis sagði frá því í fyrra að hún væri nú aðal umönnunaraðili eiginmannsins en það væri ekki ljóst hvort hann hefði fullan skilning á greiningunni sem hann hefði fengið. Í viðtalinu við Sunday Paper sagðist hún þó hafa meiri von nú en þegar Bruce var fyrst greindur. „Ég hef aukinn skilning á sjúkdómnum og hef myndað tengsl við ótrúlegt stuðningsnet. Ég finn til vonar í því að hafa fundið nýjan tilgang, tilgang sem ég leitaði ekki að, en að geta notað sviðsljósið til að hjálpa og valdefla aðra.“ Sagði hún ástvini einstaklinga með heilabilun þurfa að fá að vita að þeir séu ekki einir. Þá sagðist hún sjá fyrir sér að bókin sem hún væri að skrifa yrði afhent aðstandendum allra sem greindust með sjúkdóminn. Hollywood Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25 Reynir að bera sig vel í veikindum eiginmannsins Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á. 15. ágúst 2023 11:33 Málstol aftur í hámæli Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. 8. júní 2023 11:31 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Bókin hefur ekki titil en verður gefin út af útgáfufélaginu Open Field, sem er í eigu Maríu Shriver. Hún kemur út á næsta ári. Heming Willis sagði í samtali við Sunday Paper, fréttabréf Shriver, að hún hefði ekki getað gengið að upplýsingum né stuðningi eftir að Bruce var greindur með framheilabilun. „Ég tel það vera mög mikilvægt hvernig læknir greinir sjúklingi og aðstandanda frá. Það er bráðnauðsynlegt að hafa upplýsingar og bjargráð á reiðum höndum. Ég veit, útfrá minni reynslu og annarra umönnunaraðila sem ég hef rætt við, að sögur okkar eru því miður sambærilegar. Við yfirgáfum þessa skrifstofu með litlar sem engar upplýsingar eða stuðning og með greiningu sem ég gat varla borið fram,“ sagði hún. Fjölskylda Bruce greindi frá því árið 2022 að leikaraferli hans væri lokið, sökum málstols (e. aphasia). Ári seinna bárust svo þær fregnir að leikarinn hefði verið greindur með framheilabilun. Á þeim tímapunkti stigu margir samstarfsmenn hans fram og sögðust hafa haft áhyggjur af leikaranum í mörg ár. Heming Willis sagði frá því í fyrra að hún væri nú aðal umönnunaraðili eiginmannsins en það væri ekki ljóst hvort hann hefði fullan skilning á greiningunni sem hann hefði fengið. Í viðtalinu við Sunday Paper sagðist hún þó hafa meiri von nú en þegar Bruce var fyrst greindur. „Ég hef aukinn skilning á sjúkdómnum og hef myndað tengsl við ótrúlegt stuðningsnet. Ég finn til vonar í því að hafa fundið nýjan tilgang, tilgang sem ég leitaði ekki að, en að geta notað sviðsljósið til að hjálpa og valdefla aðra.“ Sagði hún ástvini einstaklinga með heilabilun þurfa að fá að vita að þeir séu ekki einir. Þá sagðist hún sjá fyrir sér að bókin sem hún væri að skrifa yrði afhent aðstandendum allra sem greindust með sjúkdóminn.
Hollywood Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25 Reynir að bera sig vel í veikindum eiginmannsins Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á. 15. ágúst 2023 11:33 Málstol aftur í hámæli Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. 8. júní 2023 11:31 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25
Reynir að bera sig vel í veikindum eiginmannsins Emma Heming Willis segir að þó svo að það líti út fyrir að allt sé í góðu hjá henni þá sé það ekki raunin. Erfiðleikarnir sem fylgja veikindum eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, taki á. 15. ágúst 2023 11:33
Málstol aftur í hámæli Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. 8. júní 2023 11:31
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54
Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44
Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19