Mikið var rætt og ritað um fjarveru Embiid gegn Nikola Jokić og félögum í Denver Nuggets. Nú hefur komið í ljós að Emiid var ekki að forðast Jokić en miðherji 76ers er meiddur á vinstra hné.
Ekki hefur komið fram nákvæmlega hvað er að hrjá Embiid en það hefur fengist staðfest að hann þurfti að fara í aðgerð. 76ers vonast til að hann verði aðeins frá keppni í mánuð eða tvo.
76ers "hope" Embiid misses one to two months, per @ShamsCharania
— Bleacher Report (@BleacherReport) February 5, 2024
Recovery will be "significantly longer" if a full repair is needed pic.twitter.com/pN2CcQKd8M
Embiid hefur misst af 14 leikjum til þessa á leiktíðinni og hefur Philadelphia aðeins unnið fjóra af þeim. Liðið er sem stendur í 5. sæti Austurdeildar með 30 sigra og 18 töp í 48 leikjum.
Embiid var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð en mun ekki endurtaka það þar sem hann mun ekki ná að spila þann leikjafjölda sem þarf til að geta verið tilnefndur. Það breytir því ekki að hann hefur spilað frábærlega á þessari leiktíð en sem stendur er hann stigahæsti leikmaður deildarinnar ef miðað er við meðaltal í leik.
Embiid hefur skorað 35,3 stig að meðaltali í leik á leiktíðinni. Þá hefur hann tekið 11,3 fráköst að meðaltali og gefið 5,7 stoðsendingar.