Mögulegt að smærri viðburður valdi gosi Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga. Vísir/Arnar Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50