Fjölskyldan lýsti áralöngu ofbeldi en ekki fallist á brot í nánu sambandi Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2024 16:06 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Pólskur fjölskyldufaðir hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og barnaverndarlagabrot gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Ekki var fallist á það með ákæruvaldinu að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi lýst áralöngu ofbeldi af hans hálfu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 1. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot gagnvart eiginkonu sinni og þremur sonum þeirr, á heimili þeirra, með því að hafa í eitt skipti á tímabili frá 1. desember 2020 til 31. janúar 2021 á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fjölskyldu sinnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi, öskrað á eiginkonuna rifið í hár hennar og dregið hana á hárinu um íbúðina, slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í efri hluta líkama og höfuð og sparkað í hana, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á upphandlegg. Drengirnir hafi verið viðstaddir þegar framangreint brot átti sér stað og með háttseminni hafi maðurinn beitt þá ógnunum og sýnt þeim vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Henti mat um íbúðina Hann hafi hins vegar verið ákærður fyrir sömu brot með því að hafa sunnudaginn 14. mars 2021 á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fjölskyldu sinnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hent til skóladóti drengjanna og rifið skólabækur þeirra, tekið matarílát og mat úr ísskáp og kastað því um íbúðina og í drengina með þeim afleiðingum að einn þeirra hlaut sár á ökkla og annar hlaut eymsli í kvið og sár á hné. Á sömu stund og stað öskrað á konuna og drengina og ítrekað kallað konuna hóru og mellu á pólsku. Með framangreindri háttsemi hafi hann misþyrmdt sonum sínum andlega og líkamlega þannig að heilsu þeirra væri hætta búin og beitt þá ógnunum og sýnt þeim vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Sagði manninn hafa beitt hana ofbeldi í mörg ár Í niðurstöðum dómsins hvað varðar fyrri ákæruliðinn segir að konan hafi lagt fram kæru á hendur manninum í apríl 2021 fyrir heimilisofbeldi, líkamsárás og hótanir. Hún hafi sagt að maðurinn hefði beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár. Hann hefði ítrekað hótað henni, slegið til hennar, slegið hana í andlit, sparkað í hana og togað hana á hárinu. Hann talaði niður til allra fjölskyldumeðlima, uppnefni þá og hóti að henda þeim út af heimilinu en hann hefði nokkrum sinnum hent sonunum út. Þá kallaði maðurinn konu sína hóru og syni þeirra hórusyni. Synirnir væru óttaslegnir heima, þoli ekki manninn og segi að hann sé ekki faðir þeirra. Hann hafi oft sagt að hann ætlaði að drepa eiginkonuna og börnin, yfirgefa þau, hann eigi allt og eiginkonan sé heimsk og hálfviti. Hún hafi sagt að maðurinn myndi lemja börnin oftar en hana. Konan hafi sérstaklega lýst atvikinu sem lýst sé í fyrri ákærulið en það hafi gerst að kvöldi til í janúar 2021. Maðurinn hafi þá sagt konunni að fara að sofa en hún hafi neitað því. Hann hafi þá dregið hana til á hárinu, slegið hana tvisvar í andlitið og sparkað í hana. Hann hafi sagt að brotaþolinn hún eiginkona hans og hún ætti að hlusta á hann. Hún hafi fengið marbletti á hendi við þetta og sagt við samstarfsmenn að hún hefði dottið. Þrír synir mannsins hafi allir lýst því í skýrslutöku fyrir dómi að hann hefði beitt móður þeirra ofbeldi í umrætt sinn og þeir verið vitni að því. Elsti sonurinn hafi sagt að maðurinn hefði verið blindfullur, togað í hárið á konunni og lamið hana þrisvar. Móðir hans hafi sagt honum að maðurinn hefði einnig sparkað í hana. Næst elsti sonurinn hafi lýst því að maðurinn hefði rifið í hárið á móður hans, lamið hana og sparkað í hana. Yngsti sonurinn hafi sagt að hann hefði rifið í hárið á móður hans og sparkað í hana. Ekki talið nægilega alvarlegt Í niðurstöðunni segir að með vísan til ofanritaðs og rannsóknargagna málsins þyki ekki varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í fyrri ákærulið og með þeim afleiðingum sem þar er lýst fyrir utan það að ekki þyki sannað að hann hafi slegið konuna ítrekað með krepptum hnefa í efri hluta líkama hennar. Maðurinn hafi unnið sér til refsingar í samræmi við þetta. Í ákæru séu tilgreind tvo ætluð brot mannsins gagnvart eiginkonu hans og þremur sonum þeirra. Líkur standi til þess að annað brotið hafi átt sér stað í ársbyrjun 2021 en hitt átt sér stað 14. mars sama ár, þannig að það hafi liðið um tveir og hálfur mánuður á milli brotanna og þau séu í ákæru talin varða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Það ákvæði hafi verið lögfest með lögum árið 2016. Í ákvæðinu segi að hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða þáverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Í frumvarpi sem varð að lögunum segi að með ákvæðinu sé horfið frá því að líta á ofbeldi í nánum samböndum sem samansafn einstakra tilvika og athyglin færð yfir á þá viðvarandi ógn og andlegu þjáningu sem það hafi í för með sér. Með öðrum orðum verði ofbeldisbrot í nánum samböndum virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Sé ákvæðinu þannig fyrst og fremst ætlað að ná yfir háttsemi sem staðið hafi yfir í lengri eða skemmri tíma, þótt því verði jafnframt beitt um einstök alvarleg tilvik. Í ákæru sé ekki lýst ógnarástandi sem hafi varað í lengri eða skemmri tíma á heimili mannsins og fjölskyldu hans. Þá þyki það brot sem lýst er í fyrri ákærulið, meðal annars þegar litið er til afleiðinga þess, ekki ná því alvarleikastigi að það geti varðað við ákvæðið. Brot mannsins varði við ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás, en heimilt sé að færa háttsemi ákærða undir það ákvæði. Vörn hafi ekki verið áfátt vegna þessa. Brot mannsins varði einnig við nefnd ákvæði barnaverndarlaga eins og fram komi í ákæru. Sagðist ekki muna eftir atvikum vegna ölvunar Í niðurstöðukafla dómsins hvað varðar seinni ákærulið segir að maðurinn hafi neitað sök og kveðist ekki muna eftir deginum þegar atvikið á að hafa átt sér stað vegna áfengisáhrifa. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hafi verið tilkynnt um heimilisofbeldi á heimili fjölskyldunnar í umrætt sinn. Sagt hafi verið að heimilisfaðirinn væri ölvaður og gengi berserksgang á heimilinu. Á vettvangi hafi konan tekið á móti lögreglumönnum en tveir eldri synir hennar og mannsins hafi verið úti í garði og konan sagst hafa sent þá þangað þar sem þeir hafi verið hræddir við manninn. Matarílát og matur hafi verið á víð og dreif á herbergisgangi, brotin matarílát á eldhúsgólfi og sósuslettur á gólfi og veggjum í eldhúsi. Þetta hafi verið staðfest á ljósmyndum sem lögregla tók á vettvangi. Konan hafi skýrt lögreglumönnum frá því að maðurinn hafi verið búinn að vera við drykkju í meira en sólarhring. Hann hafi kastað hlutum úr ísskáp inn á svefnherbergisgang og matur og matarílát hefðu lent á tveimur sonum þeirra. Maðurinn hafi einnig kallað hana ljótum nöfnum, meðal annars hóru. Í frumskýrslu lögreglu sé haft eftir konunni, elsta syni hennar og manninum að sonurinn hafi verið mjög hræddur við manninn, sem hafi hent íláti með hrísgrjónum í soninn. Á ökkla hans hafi verið lítið sár. Hann hafi sagt að maðurinn hafi hent einhverju í magann á yngsta bróður hans, sem hefði meitt sig við það. Yngsti sonurinn hafi sagt að maðurinn hefði hent kartöflu í hann og drengurinn sagst finna til í hnénu og þar hafi mátt sjá lítið sár. Kallaði konuna hóru og mellu Rannsóknarlögreglumaður hafi komið á vettvang og tekið við rannsókn málsins. Í skýrslu hans komi fram að konan hefði lýst því maðurinn hefði verið við drykkju í tvo daga og sofið lítið. Synir þeirra hafi verið inni í stofu við heimanám og maðurinn verið þar með þeim. Hann hafi tryllst, hent skóladóti þeirra og töskum og rifið skólabækur þeirra. Maðurinn hafi síðan spurt hana hvort hún ætlaði að elda kvöldmat og hún hafi sagst ætla að gera það bráðlega. Maðurinn hafi þá farið inn í eldhús, tekið nokkur ílát með mat og hent þeim að sonum sínum á herbergisgangi íbúðarinnar. Þau hafi öll sagt að maðurinn hafi verið að reyna að kasta í drengina. Sonur þeirra hafi kvartað undan verk í ökkla en lítið vilja gera úr því. Hann hafi sagt að maðurinn hefði sagst myndi drepa konuna ef hringt yrði á lögreglu og hann hafi kallað hana mellu og hóru á pólsku. Í dóminum segir að konan hafi virkað mjög hrædd og tárast þegar rætt hafi verið um ofbeldið sem maðurinn hafði beitt hana. Hún hafi haft áhyggjur af því að hún hefði engan samastað fyrir sig og börnin án mannsins en hann segðist alltaf eiga húsnæðið sem þau væru í og hann myndi líklega ekki yfirgefa það. Konan hafi viljað vita hvenær maðurinn myndi losna frá lögreglu þar sem hún væri mjög hrædd við hann. Hún hafi kveðist ekki þora í vinnu daginn eftir né að senda syni sína í skólann. Með vísan til ofanritaðs og rannsóknargagna málsins þyki ekki varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í öðrum ákærulið og með þeim afleiðingum sem þar er lýst. Hann hafi unnið sér til refsingar í samræmi við það. Varðandi heimfærslu á broti hans til refsiákvæðis almennra hegningarlaga gildir það sama og segir í niðurstöðukafla um fyrri ákærulið og vísist til þess. Brot hans varði þannig sömu ákvæði og brotin í fyrri ákærulið. Í dóminum segir að refsing málsins hafi hæfilega verið metin þriggja mánaða fangelsisvist. Þar sem hann hafi ekki áður hlotið refsingu fyrir ofbeldisbrot og langt sé um liðið síðan hann framdi brot sín þyki mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún falli niður að liðnum tveimur árum. Þá var þriðjungur málskostnaðar mannsins látinn falla á ríkissjóð vegna úrslita málsins. Hann greiði því 717 þúsund krónur í málskostnað, en ríkið 358 þúsund. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 1. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot gagnvart eiginkonu sinni og þremur sonum þeirr, á heimili þeirra, með því að hafa í eitt skipti á tímabili frá 1. desember 2020 til 31. janúar 2021 á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fjölskyldu sinnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi, öskrað á eiginkonuna rifið í hár hennar og dregið hana á hárinu um íbúðina, slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í efri hluta líkama og höfuð og sparkað í hana, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á upphandlegg. Drengirnir hafi verið viðstaddir þegar framangreint brot átti sér stað og með háttseminni hafi maðurinn beitt þá ógnunum og sýnt þeim vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Henti mat um íbúðina Hann hafi hins vegar verið ákærður fyrir sömu brot með því að hafa sunnudaginn 14. mars 2021 á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fjölskyldu sinnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hent til skóladóti drengjanna og rifið skólabækur þeirra, tekið matarílát og mat úr ísskáp og kastað því um íbúðina og í drengina með þeim afleiðingum að einn þeirra hlaut sár á ökkla og annar hlaut eymsli í kvið og sár á hné. Á sömu stund og stað öskrað á konuna og drengina og ítrekað kallað konuna hóru og mellu á pólsku. Með framangreindri háttsemi hafi hann misþyrmdt sonum sínum andlega og líkamlega þannig að heilsu þeirra væri hætta búin og beitt þá ógnunum og sýnt þeim vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Sagði manninn hafa beitt hana ofbeldi í mörg ár Í niðurstöðum dómsins hvað varðar fyrri ákæruliðinn segir að konan hafi lagt fram kæru á hendur manninum í apríl 2021 fyrir heimilisofbeldi, líkamsárás og hótanir. Hún hafi sagt að maðurinn hefði beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár. Hann hefði ítrekað hótað henni, slegið til hennar, slegið hana í andlit, sparkað í hana og togað hana á hárinu. Hann talaði niður til allra fjölskyldumeðlima, uppnefni þá og hóti að henda þeim út af heimilinu en hann hefði nokkrum sinnum hent sonunum út. Þá kallaði maðurinn konu sína hóru og syni þeirra hórusyni. Synirnir væru óttaslegnir heima, þoli ekki manninn og segi að hann sé ekki faðir þeirra. Hann hafi oft sagt að hann ætlaði að drepa eiginkonuna og börnin, yfirgefa þau, hann eigi allt og eiginkonan sé heimsk og hálfviti. Hún hafi sagt að maðurinn myndi lemja börnin oftar en hana. Konan hafi sérstaklega lýst atvikinu sem lýst sé í fyrri ákærulið en það hafi gerst að kvöldi til í janúar 2021. Maðurinn hafi þá sagt konunni að fara að sofa en hún hafi neitað því. Hann hafi þá dregið hana til á hárinu, slegið hana tvisvar í andlitið og sparkað í hana. Hann hafi sagt að brotaþolinn hún eiginkona hans og hún ætti að hlusta á hann. Hún hafi fengið marbletti á hendi við þetta og sagt við samstarfsmenn að hún hefði dottið. Þrír synir mannsins hafi allir lýst því í skýrslutöku fyrir dómi að hann hefði beitt móður þeirra ofbeldi í umrætt sinn og þeir verið vitni að því. Elsti sonurinn hafi sagt að maðurinn hefði verið blindfullur, togað í hárið á konunni og lamið hana þrisvar. Móðir hans hafi sagt honum að maðurinn hefði einnig sparkað í hana. Næst elsti sonurinn hafi lýst því að maðurinn hefði rifið í hárið á móður hans, lamið hana og sparkað í hana. Yngsti sonurinn hafi sagt að hann hefði rifið í hárið á móður hans og sparkað í hana. Ekki talið nægilega alvarlegt Í niðurstöðunni segir að með vísan til ofanritaðs og rannsóknargagna málsins þyki ekki varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í fyrri ákærulið og með þeim afleiðingum sem þar er lýst fyrir utan það að ekki þyki sannað að hann hafi slegið konuna ítrekað með krepptum hnefa í efri hluta líkama hennar. Maðurinn hafi unnið sér til refsingar í samræmi við þetta. Í ákæru séu tilgreind tvo ætluð brot mannsins gagnvart eiginkonu hans og þremur sonum þeirra. Líkur standi til þess að annað brotið hafi átt sér stað í ársbyrjun 2021 en hitt átt sér stað 14. mars sama ár, þannig að það hafi liðið um tveir og hálfur mánuður á milli brotanna og þau séu í ákæru talin varða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Það ákvæði hafi verið lögfest með lögum árið 2016. Í ákvæðinu segi að hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða þáverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Í frumvarpi sem varð að lögunum segi að með ákvæðinu sé horfið frá því að líta á ofbeldi í nánum samböndum sem samansafn einstakra tilvika og athyglin færð yfir á þá viðvarandi ógn og andlegu þjáningu sem það hafi í för með sér. Með öðrum orðum verði ofbeldisbrot í nánum samböndum virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Sé ákvæðinu þannig fyrst og fremst ætlað að ná yfir háttsemi sem staðið hafi yfir í lengri eða skemmri tíma, þótt því verði jafnframt beitt um einstök alvarleg tilvik. Í ákæru sé ekki lýst ógnarástandi sem hafi varað í lengri eða skemmri tíma á heimili mannsins og fjölskyldu hans. Þá þyki það brot sem lýst er í fyrri ákærulið, meðal annars þegar litið er til afleiðinga þess, ekki ná því alvarleikastigi að það geti varðað við ákvæðið. Brot mannsins varði við ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás, en heimilt sé að færa háttsemi ákærða undir það ákvæði. Vörn hafi ekki verið áfátt vegna þessa. Brot mannsins varði einnig við nefnd ákvæði barnaverndarlaga eins og fram komi í ákæru. Sagðist ekki muna eftir atvikum vegna ölvunar Í niðurstöðukafla dómsins hvað varðar seinni ákærulið segir að maðurinn hafi neitað sök og kveðist ekki muna eftir deginum þegar atvikið á að hafa átt sér stað vegna áfengisáhrifa. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hafi verið tilkynnt um heimilisofbeldi á heimili fjölskyldunnar í umrætt sinn. Sagt hafi verið að heimilisfaðirinn væri ölvaður og gengi berserksgang á heimilinu. Á vettvangi hafi konan tekið á móti lögreglumönnum en tveir eldri synir hennar og mannsins hafi verið úti í garði og konan sagst hafa sent þá þangað þar sem þeir hafi verið hræddir við manninn. Matarílát og matur hafi verið á víð og dreif á herbergisgangi, brotin matarílát á eldhúsgólfi og sósuslettur á gólfi og veggjum í eldhúsi. Þetta hafi verið staðfest á ljósmyndum sem lögregla tók á vettvangi. Konan hafi skýrt lögreglumönnum frá því að maðurinn hafi verið búinn að vera við drykkju í meira en sólarhring. Hann hafi kastað hlutum úr ísskáp inn á svefnherbergisgang og matur og matarílát hefðu lent á tveimur sonum þeirra. Maðurinn hafi einnig kallað hana ljótum nöfnum, meðal annars hóru. Í frumskýrslu lögreglu sé haft eftir konunni, elsta syni hennar og manninum að sonurinn hafi verið mjög hræddur við manninn, sem hafi hent íláti með hrísgrjónum í soninn. Á ökkla hans hafi verið lítið sár. Hann hafi sagt að maðurinn hafi hent einhverju í magann á yngsta bróður hans, sem hefði meitt sig við það. Yngsti sonurinn hafi sagt að maðurinn hefði hent kartöflu í hann og drengurinn sagst finna til í hnénu og þar hafi mátt sjá lítið sár. Kallaði konuna hóru og mellu Rannsóknarlögreglumaður hafi komið á vettvang og tekið við rannsókn málsins. Í skýrslu hans komi fram að konan hefði lýst því maðurinn hefði verið við drykkju í tvo daga og sofið lítið. Synir þeirra hafi verið inni í stofu við heimanám og maðurinn verið þar með þeim. Hann hafi tryllst, hent skóladóti þeirra og töskum og rifið skólabækur þeirra. Maðurinn hafi síðan spurt hana hvort hún ætlaði að elda kvöldmat og hún hafi sagst ætla að gera það bráðlega. Maðurinn hafi þá farið inn í eldhús, tekið nokkur ílát með mat og hent þeim að sonum sínum á herbergisgangi íbúðarinnar. Þau hafi öll sagt að maðurinn hafi verið að reyna að kasta í drengina. Sonur þeirra hafi kvartað undan verk í ökkla en lítið vilja gera úr því. Hann hafi sagt að maðurinn hefði sagst myndi drepa konuna ef hringt yrði á lögreglu og hann hafi kallað hana mellu og hóru á pólsku. Í dóminum segir að konan hafi virkað mjög hrædd og tárast þegar rætt hafi verið um ofbeldið sem maðurinn hafði beitt hana. Hún hafi haft áhyggjur af því að hún hefði engan samastað fyrir sig og börnin án mannsins en hann segðist alltaf eiga húsnæðið sem þau væru í og hann myndi líklega ekki yfirgefa það. Konan hafi viljað vita hvenær maðurinn myndi losna frá lögreglu þar sem hún væri mjög hrædd við hann. Hún hafi kveðist ekki þora í vinnu daginn eftir né að senda syni sína í skólann. Með vísan til ofanritaðs og rannsóknargagna málsins þyki ekki varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í öðrum ákærulið og með þeim afleiðingum sem þar er lýst. Hann hafi unnið sér til refsingar í samræmi við það. Varðandi heimfærslu á broti hans til refsiákvæðis almennra hegningarlaga gildir það sama og segir í niðurstöðukafla um fyrri ákærulið og vísist til þess. Brot hans varði þannig sömu ákvæði og brotin í fyrri ákærulið. Í dóminum segir að refsing málsins hafi hæfilega verið metin þriggja mánaða fangelsisvist. Þar sem hann hafi ekki áður hlotið refsingu fyrir ofbeldisbrot og langt sé um liðið síðan hann framdi brot sín þyki mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún falli niður að liðnum tveimur árum. Þá var þriðjungur málskostnaðar mannsins látinn falla á ríkissjóð vegna úrslita málsins. Hann greiði því 717 þúsund krónur í málskostnað, en ríkið 358 þúsund.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira