Guðni leysir Guðjón af hólmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 09:21 Guðni Aðalsteinsson hefur gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann hefur verið yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans. Hann var meðal stjórnenda Kaupþings banka fram að fjármálahruninu 2008. Guðni Aðalsteinsson verður forstjóri Reita fasteignafélags. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Auðunssyni sem lætur af starfi eftir þrettán ár í forstjórastól. Stólaskiptin verða þann 1. apríl. Guðni er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá háskólanum í Cambridge. Hann hefur jafnframt lokið diplómu í fjárfestingum frá Harvard viðskiptaháskólanum og er um þessar mundir í doktorsnámi við UBIS viðskiptaháskólann í Genf. Guðni hefur víðtæka reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum. Hann kemur til Reita frá Doha Bank, þriðja stærsta viðskiptabanka Katar, þar sem hann gengdi stöðu forstjóra og þar áður stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og fjárstýringar bankans. Hann hefur á ferli sínum gegnt fjölþættum stjórnunarstöðum á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Katar. Guðni var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008. Hann var í fyrra ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar. Guðni gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann var yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans en hann var með eignir upp á samtals rúmlega 28 milljarða Bandaríkjadali í árslok 2021. Þar á undan var Guðni framkvæmdastjóri fjármálasviðs fjártæknifyrirtækisins Alva, sem rak Netgíró, Aktiva og Inkasso, um skamma hríð en áður hefur hann meðal annars starfað hjá breska fjármálafyrirtækinu Legal & General, Allied Irish Bank, Lehman Brothers, Credit Suisse og breska fjármálaeftirlitinu. „Það er eru forréttindi að vera valinn til að leiða hóp framúrskarandi starfsfólks Reita í þeirri umfangsmiklu uppbyggingu félagsins sem framundan er. Staða fyrirtækisins sem öflugasta fasteignafélags landsins er sérstaklega traust og það vel í stakk búið að taka næstu skref sem leiðandi afl í þróun fasteigna og fleiri innviða. Ég tel að félagið sé í einstakri stöðu til að mæta vaxandi þörfum opinberra aðila fyrir uppbyggingu samfélagslegra innviða sem og húsnæðis á almennum markaði fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Ég þakka stjórn Reita traustið sem mér er sýnt og hlakka til að hefja störf,“ segir Guðni. Þórarinn V. Þórarinsson er stjórnarformaður Reita. „Reitum er mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasa afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagins. Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi. Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum.“ Tilkynnt var um starfslok Guðjóns í apríl. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Guðjón í tilkynningu í desember. Reitir fasteignafélag Vistaskipti Tengdar fréttir Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. 14. desember 2023 07:24 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Guðni er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá háskólanum í Cambridge. Hann hefur jafnframt lokið diplómu í fjárfestingum frá Harvard viðskiptaháskólanum og er um þessar mundir í doktorsnámi við UBIS viðskiptaháskólann í Genf. Guðni hefur víðtæka reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum. Hann kemur til Reita frá Doha Bank, þriðja stærsta viðskiptabanka Katar, þar sem hann gengdi stöðu forstjóra og þar áður stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og fjárstýringar bankans. Hann hefur á ferli sínum gegnt fjölþættum stjórnunarstöðum á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Katar. Guðni var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008. Hann var í fyrra ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar. Guðni gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann var yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans en hann var með eignir upp á samtals rúmlega 28 milljarða Bandaríkjadali í árslok 2021. Þar á undan var Guðni framkvæmdastjóri fjármálasviðs fjártæknifyrirtækisins Alva, sem rak Netgíró, Aktiva og Inkasso, um skamma hríð en áður hefur hann meðal annars starfað hjá breska fjármálafyrirtækinu Legal & General, Allied Irish Bank, Lehman Brothers, Credit Suisse og breska fjármálaeftirlitinu. „Það er eru forréttindi að vera valinn til að leiða hóp framúrskarandi starfsfólks Reita í þeirri umfangsmiklu uppbyggingu félagsins sem framundan er. Staða fyrirtækisins sem öflugasta fasteignafélags landsins er sérstaklega traust og það vel í stakk búið að taka næstu skref sem leiðandi afl í þróun fasteigna og fleiri innviða. Ég tel að félagið sé í einstakri stöðu til að mæta vaxandi þörfum opinberra aðila fyrir uppbyggingu samfélagslegra innviða sem og húsnæðis á almennum markaði fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Ég þakka stjórn Reita traustið sem mér er sýnt og hlakka til að hefja störf,“ segir Guðni. Þórarinn V. Þórarinsson er stjórnarformaður Reita. „Reitum er mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasa afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagins. Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi. Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum.“ Tilkynnt var um starfslok Guðjóns í apríl. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Guðjón í tilkynningu í desember.
Guðni gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann var yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans en hann var með eignir upp á samtals rúmlega 28 milljarða Bandaríkjadali í árslok 2021. Þar á undan var Guðni framkvæmdastjóri fjármálasviðs fjártæknifyrirtækisins Alva, sem rak Netgíró, Aktiva og Inkasso, um skamma hríð en áður hefur hann meðal annars starfað hjá breska fjármálafyrirtækinu Legal & General, Allied Irish Bank, Lehman Brothers, Credit Suisse og breska fjármálaeftirlitinu.
Reitir fasteignafélag Vistaskipti Tengdar fréttir Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. 14. desember 2023 07:24 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. 14. desember 2023 07:24