Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2024 12:32 SZA, Laufey Lín, Miley Cyrus og Taylor Swift eru allar tilnefndar í kvöld. Vísir/EPA og Vilhelm Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott. Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott.
Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35