Yfir þúsund manns til Grindavíkur í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2024 07:19 Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Arnar Þúsund manns munu fara inn til Grindavíkur í dag að vitja eigna sinna og/eða aðstoða við að pakka og/eða flytja búslóð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að í gærkvöldi hafi verið sendir yfir sexhundruð QR kóðar til þeirra sem höfðu fengið úthlutaðan tíma í dag klukkan átta. Í dag verða svo sendir yfir fimmhundruð QR kóðar fyrir þau sem fara inn í bæinn klukkan þrjú. Búist er við því að um fjögurhundruð bílar verði í bænum á báðum tímum. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að aðkoma að bænum verði bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg. Þegar farið er út úr Grindavík skal ekið um Norðuljósaveg og þaðan eftir Grindavíkurvegi. Stöðugt fylgst með jarðskjálftavirkni Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn í bæinn, með þeim hætti er vitað hvað margir eru í Grindavík hverju sinni. Þá kemur fram í tilkynningu almannavarna að Veðurstofan hafi bætt við sína vöktun næstu tvo daga. Þannig er tryggt að stöðugt verði fylgst með jarðskjálftavirkni, GPS-mælingum og öðrum gögnum á meðan íbúar eru í Grindavík. Segir ennfremur að Vegagerðin verði einnig á vaktinni og tryggi að vegir verði færir. Þau sem töldu sig ekki geta bjargað geymslurými sjálf hafa fengið svör um að hægt verði að koma þeirra búslóð í geymslur sem staðsettar eru á Flugvöllum 20 í Reykjanesbæ, Tekið verður á móti búslóðum frá 11:00-23:00, að því er segir í tilkynningunni. Þá er verið er að vinna í að semja við aðra geymsluaðila. Almannavarnir segja vert að taka fram að hægt sé að nýta sama flutningabílinn til að flytja verðmæti úr fleiri en einu húsi. Eins og áður er hægt að nálgast kassa, límband, dagblöð og bóluplast við verslun Nettó þá daga sem flutningar standa yfir. Almannavarnir minna á vef sinn þar sem finna má svör við ýmsum spurningum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þar segir að í gærkvöldi hafi verið sendir yfir sexhundruð QR kóðar til þeirra sem höfðu fengið úthlutaðan tíma í dag klukkan átta. Í dag verða svo sendir yfir fimmhundruð QR kóðar fyrir þau sem fara inn í bæinn klukkan þrjú. Búist er við því að um fjögurhundruð bílar verði í bænum á báðum tímum. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að aðkoma að bænum verði bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg. Þegar farið er út úr Grindavík skal ekið um Norðuljósaveg og þaðan eftir Grindavíkurvegi. Stöðugt fylgst með jarðskjálftavirkni Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn í bæinn, með þeim hætti er vitað hvað margir eru í Grindavík hverju sinni. Þá kemur fram í tilkynningu almannavarna að Veðurstofan hafi bætt við sína vöktun næstu tvo daga. Þannig er tryggt að stöðugt verði fylgst með jarðskjálftavirkni, GPS-mælingum og öðrum gögnum á meðan íbúar eru í Grindavík. Segir ennfremur að Vegagerðin verði einnig á vaktinni og tryggi að vegir verði færir. Þau sem töldu sig ekki geta bjargað geymslurými sjálf hafa fengið svör um að hægt verði að koma þeirra búslóð í geymslur sem staðsettar eru á Flugvöllum 20 í Reykjanesbæ, Tekið verður á móti búslóðum frá 11:00-23:00, að því er segir í tilkynningunni. Þá er verið er að vinna í að semja við aðra geymsluaðila. Almannavarnir segja vert að taka fram að hægt sé að nýta sama flutningabílinn til að flytja verðmæti úr fleiri en einu húsi. Eins og áður er hægt að nálgast kassa, límband, dagblöð og bóluplast við verslun Nettó þá daga sem flutningar standa yfir. Almannavarnir minna á vef sinn þar sem finna má svör við ýmsum spurningum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira