Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Þá förum við yfir átök í Miðausturlöndum, sem óttast er að stigmagnist í kjölfar umfangsmikilla loftárása Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak í gær. Árásirnar eru svar við drónaárás á bandaríska herstöð í Jórdaníu síðasta sunnudag, þar sem þrír bandarískir hermenn féllu.

Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri.

Við tökum einnig púlsinn á UT Messu í Hörpu í dag og Magnús Hlynur kynnir sér borðspilahátíð á Hvolsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×