Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. febrúar 2024 08:53 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira