Í tilkynningu segir að ráðning Guðmundar sé liður í að efla lánastarfsemi bankans og leggja áherslu á sveigjanleika og meiri fjölbreytni í verkefnum lánasviðs.
„Guðmundur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Áður en hann tók við lánasviði Fossa fjárfestingarbanka árið 2024 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Glyms eignastýringar. Áður en Guðmundur stofnaði Glym eignastýringu í félagi við Fossa í maí 2021, starfaði hann sem áhættustjóri Kviku eignastýringar hf. frá 2020.
Á árunum 2008 til 2020 var hann framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar hjá GAMMA Capital Management. Frá 2002 til 2008 starfaði hann í afleiðuviðskiptum, fyrst hjá Búnaðarbankanum og seinna Kaupþingi, í byrjun sem sérfræðingur og frá 2006 sem forstöðumaður afleiðuviðskipta Kaupþings.
Guðmundur er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið námi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.