„Það er mikilvægur áfangi að skila hagnaði“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 21:23 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra, eftir skatta, sem er töluverð breyting frá árinu áður þegar félagið tapaði 800 milljónum. Eldgos og jarðhræringar höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi. Alls ferðuðust þó 4,3 milljónir farþega með þeim í fyrra sem er aukning um 17 prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýju ársuppgjöri félagsins sem birt var í Kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að lausafjárstaða hafi verið sterk í lok síðasta árs eða um 44 milljarðar króna. Sætanýting var um 81,5 prósent hjá félaginu í fyrra og jókst um tvö prósentustig. „Það er mikilvægur áfangi að skila hagnaði eftir skatta fyrir árið í heild eftir krefjandi undanfarin ár. Tekjumyndun var mjög sterk á árinu og okkur gekk vel að bregðast við mikilli eftirspurn á öllum okkar mörkuðum, sér í lagi frá Norður Ameríku til Íslands. Þá var stundvísi yfir árið sú besta hjá félaginu í mörg ár og var Icelandair útnefnt eitt af 10 stundvísustu flugfélögum í Evrópu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu um uppgjörið. Þriðji ársfjórðungur einn sá besti Hann segir að undirliggjandi rekstur félagsins hafi verið sterkur árið 2023 og að þriðji ársfjórðungur hafi verið einn sá besti í sögu félagsins. Það hafi svo skyndilega breyst samhliða jarðhræringum á Reykjanesi. Eftirspurn hafi minnkað samhliða því og tekjumyndun líka. „Við þetta bættust áhrif verkfalla flugumferðarstjóra og svo eldgos í desember. Jafnframt hefur mikil framboðsaukning verið á lykilmörkuðum sem setur óhjákvæmilega pressu á einingatekjur. Afkoma fjórða ársfjórðungs var því undir væntingum og hafði áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins,“ segir Bogi. Hann segir að jarðhræringar muni halda áfram að hafa áhrif á reksturinn og að þau búist við því að hann verði krefjandi fyrri hluta ársins. „Við erum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru með því að nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum á hverjum tíma. Flug og ferðaþjónusta skipta miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Framlag Icelandair til þjóðarbúsins í formi skattspors félagsins var 32 milljarðar á árinu 2023 og ferðaþjónustan vegur þungt í útflutningstekjum þjóðarinnar. Það er því lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni þessara greina til framtíðar. Mikilvægur hluti af því er að kjarasamningar verði farsællega leiddir til lykta og við náum í sameiningu tökum á verðbólgunni hér á landi,“ segir Bogi. Þrír nýir áfangastaðir Þá segir hann útlitið sé gott fyrir næsta sumar og markaðurinn til Íslands sé að taka við sér. Þau sjái hærra hlutfall bókana yfir Atlantshafið en áður og að flugáætlun þeirra fyrir árið sé um 11 prósent stærri en í fyrra. Þau fljúgi til 57 áfangastaða, þar af þriggja nýrra. Það eru Pittsburgh, Halifax og Vágar í Færeyjum. „Ég hlakka til að takast á við verkefni þessa árs með framúrskarandi hópi starfsfólks og vil þakka þeim öllum fyrir ótrúlega seiglu og góðan árangur í krefjandi aðstæðum á síðasta ári. Þá vil ég þakka samstarfsaðilum okkar, hluthöfum og síðast en ekki síst viðskiptavinum okkar fyrir að velja Icelandair.“ Fjárfestafundur á morgun Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2023 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 2. febrúar 2024 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju ársuppgjöri félagsins sem birt var í Kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að lausafjárstaða hafi verið sterk í lok síðasta árs eða um 44 milljarðar króna. Sætanýting var um 81,5 prósent hjá félaginu í fyrra og jókst um tvö prósentustig. „Það er mikilvægur áfangi að skila hagnaði eftir skatta fyrir árið í heild eftir krefjandi undanfarin ár. Tekjumyndun var mjög sterk á árinu og okkur gekk vel að bregðast við mikilli eftirspurn á öllum okkar mörkuðum, sér í lagi frá Norður Ameríku til Íslands. Þá var stundvísi yfir árið sú besta hjá félaginu í mörg ár og var Icelandair útnefnt eitt af 10 stundvísustu flugfélögum í Evrópu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu um uppgjörið. Þriðji ársfjórðungur einn sá besti Hann segir að undirliggjandi rekstur félagsins hafi verið sterkur árið 2023 og að þriðji ársfjórðungur hafi verið einn sá besti í sögu félagsins. Það hafi svo skyndilega breyst samhliða jarðhræringum á Reykjanesi. Eftirspurn hafi minnkað samhliða því og tekjumyndun líka. „Við þetta bættust áhrif verkfalla flugumferðarstjóra og svo eldgos í desember. Jafnframt hefur mikil framboðsaukning verið á lykilmörkuðum sem setur óhjákvæmilega pressu á einingatekjur. Afkoma fjórða ársfjórðungs var því undir væntingum og hafði áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins,“ segir Bogi. Hann segir að jarðhræringar muni halda áfram að hafa áhrif á reksturinn og að þau búist við því að hann verði krefjandi fyrri hluta ársins. „Við erum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru með því að nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum á hverjum tíma. Flug og ferðaþjónusta skipta miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Framlag Icelandair til þjóðarbúsins í formi skattspors félagsins var 32 milljarðar á árinu 2023 og ferðaþjónustan vegur þungt í útflutningstekjum þjóðarinnar. Það er því lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni þessara greina til framtíðar. Mikilvægur hluti af því er að kjarasamningar verði farsællega leiddir til lykta og við náum í sameiningu tökum á verðbólgunni hér á landi,“ segir Bogi. Þrír nýir áfangastaðir Þá segir hann útlitið sé gott fyrir næsta sumar og markaðurinn til Íslands sé að taka við sér. Þau sjái hærra hlutfall bókana yfir Atlantshafið en áður og að flugáætlun þeirra fyrir árið sé um 11 prósent stærri en í fyrra. Þau fljúgi til 57 áfangastaða, þar af þriggja nýrra. Það eru Pittsburgh, Halifax og Vágar í Færeyjum. „Ég hlakka til að takast á við verkefni þessa árs með framúrskarandi hópi starfsfólks og vil þakka þeim öllum fyrir ótrúlega seiglu og góðan árangur í krefjandi aðstæðum á síðasta ári. Þá vil ég þakka samstarfsaðilum okkar, hluthöfum og síðast en ekki síst viðskiptavinum okkar fyrir að velja Icelandair.“ Fjárfestafundur á morgun Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2023 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 2. febrúar 2024 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent