Ferrari staðfestir komu Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2024 19:20 Lewis Hamilton færir sig yfir til Ferrari eftir komandi tímabil. Amin Jamali/Getty Images Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er á förum frá Mercedes eftir ellefu ára samstarf með liðinu. Fyrr í dag fóru að heyrast óvæntar fréttir þess efnis að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á förum frá Mercedes til Ferrari. Nú hefur Mercedes-liðið staðfest að komandi tímabil verði hans síðasta með liðinu. Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team and Lewis Hamilton will part ways at the end of the 2024 season. Lewis has activated a release option in the contract announced last year.— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) February 1, 2024 Þá hefur Ferrari-liðið einnig sent frá sér tilkynningu þess efnis að Hamilton sé væntanlegur til liðsins árið 2025. Team Statement Scuderia Ferrari is pleased to announce that Lewis Hamilton will be joining the team in 2025, on a multi-year contract. pic.twitter.com/moEMqUgzXH— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) February 1, 2024 Í tilkynningu Mercedes kemur fram að Hamilton hafi ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum og segja honum upp að komandi tímabili loknu. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, en hefur keyrt fyrir Mercedes frá árinu 2013. Á ferlinum hefur Hamilton sjö sinnum orðið heimsmeistari (2008, 2014, 2015, 2017, 2018, 2019 og 2020) og er hann sá ökumaður sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni, eða 103 talsins í 332 tilraunum. „Ég hef átt mögnuð ellefu ár með þessu liði og ég er svo stoltur af því sem við höfum afrekað saman,“ sagði Hamilton í tilkynningu Mercedes. „Mercedes hefur verið hluti af mínu lífi síðan ég var 13 ára gamall. Þetta er staðurinn þar sem ég hef alist upp, þannig að ákvörðunin um að fara er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið á ævinni. En þetta er rétt tímasetning fyrir mig að taka þetta skref og ég er spenntur að takast á við nýja áskorun. Ég verð ávalt þakklátur fyrir þann ótrúlega stuðning sem ég hef fengið frá Mercedes-fjölskyldunni, sérstaklega vináttuna og leiðtogahæfileikana frá Toto [Wolff] og ég vil enda þetta vel. Ég er hundrað prósent ákveðinn í að gefa mig allann í þetta tímabil og að gera síðasta árið mitt hjá liðinu eftirminnilegt.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fyrr í dag fóru að heyrast óvæntar fréttir þess efnis að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á förum frá Mercedes til Ferrari. Nú hefur Mercedes-liðið staðfest að komandi tímabil verði hans síðasta með liðinu. Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team and Lewis Hamilton will part ways at the end of the 2024 season. Lewis has activated a release option in the contract announced last year.— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) February 1, 2024 Þá hefur Ferrari-liðið einnig sent frá sér tilkynningu þess efnis að Hamilton sé væntanlegur til liðsins árið 2025. Team Statement Scuderia Ferrari is pleased to announce that Lewis Hamilton will be joining the team in 2025, on a multi-year contract. pic.twitter.com/moEMqUgzXH— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) February 1, 2024 Í tilkynningu Mercedes kemur fram að Hamilton hafi ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum og segja honum upp að komandi tímabili loknu. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, en hefur keyrt fyrir Mercedes frá árinu 2013. Á ferlinum hefur Hamilton sjö sinnum orðið heimsmeistari (2008, 2014, 2015, 2017, 2018, 2019 og 2020) og er hann sá ökumaður sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni, eða 103 talsins í 332 tilraunum. „Ég hef átt mögnuð ellefu ár með þessu liði og ég er svo stoltur af því sem við höfum afrekað saman,“ sagði Hamilton í tilkynningu Mercedes. „Mercedes hefur verið hluti af mínu lífi síðan ég var 13 ára gamall. Þetta er staðurinn þar sem ég hef alist upp, þannig að ákvörðunin um að fara er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið á ævinni. En þetta er rétt tímasetning fyrir mig að taka þetta skref og ég er spenntur að takast á við nýja áskorun. Ég verð ávalt þakklátur fyrir þann ótrúlega stuðning sem ég hef fengið frá Mercedes-fjölskyldunni, sérstaklega vináttuna og leiðtogahæfileikana frá Toto [Wolff] og ég vil enda þetta vel. Ég er hundrað prósent ákveðinn í að gefa mig allann í þetta tímabil og að gera síðasta árið mitt hjá liðinu eftirminnilegt.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira